Upplýsingasamfélagið og þáttaka manna í því eða ekki.

Það atriði að einhver geti ausið annan óhróðri undir nafnleysi með dylgjum eða ómálefnalegum athugasemdum, dæmir sig sjálft að mínu viti og eina vörnin gegn því hinu sama er svar með nafni.

Það vill svo til að sú er þetta ritar hefur sennilega verið eins lengi í upplýsingasamfélaginu og Björn Bjarnason, alltaf þó á þann veg að upplýsa um eigin persónu.

Margsinnis hefi ég varið menn sem ráðist hefur verið að undir nafnleysi í hinu pólítíska sviði, þar með talið Björn og Davíð, Jónínu Ben, Hrannar Björn og fl. og fl. þegar mér hefur fundist að verið væri að vega að mannorði viðkomandi.

Talsmenn ákveðinna stjórnmálaafla ekki hvað síst á vinstri vængnum hafa eigi að síður, að virðist haft ötula talsmenn undir nafnleysi í umræðu um þjóðmál, þar sem sérstök aðferðafræði við það að persónugera hin ýmsu atriði á pólítíska sviðinu hefur verið allsráðandi.

Því til viðbótar virðist sem hagsmunir einstakra fyrirtækja á íslenskum markaði hafi þar einnig átt sína talsmenn undir nafnleysi til þess að auka hróður fyrirtækja í markaðsfrelsinu hinu mikla sem komið var á fót hér á landi.

Þetta hefur blandast saman í einn hrærigraut upplýsingasamfélagsins sem hver hefur mátt þurfa að feta sig gegnum hverju sinni.

Sá hinn sami hrærigrautur er nú hnotskurn skoðana hér á mbl. sem betur fer undir nafni nú.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Tekur undir ummæli Lýðs um árásir í netheimum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef hreinlega ekki tekið eftir því að "nafnlausir" hafi verið eitthvað verri en aðrir...
Þessir karlar eru bara að bulla og reyna að koma böndum á málfrelsið okkar, það mikilvægasta í samfélaginu

DoctorE (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 09:37

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sæl Guðrún - sammála þér

Jón Snæbjörnsson, 27.8.2009 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband