Þá byrjar þú á því að lækka skatta Jóhanna en ekki að hækka.

Skattahækkanir til þess að stoppa í fjárlagagat í atvinnuleysi eru galin aðgerð og eins og að hella olíu á eld vandamála sem aftur kalla á aðrar kostnaðarsamar lausnir sem aftur þýðir hvað ?

Jú enn meiri skatta.

Að viðhalda umsvifum hins opinbera án niðurskurðar er einnig jafn galið, því auðvitað átti að hefjast handa við að draga verulega úr umsvifum og afleggja tímabundið það sem hægt er komast af  án, um nokkurra ára bil að minnsta kosti.

Slíkar aðgerðir þurfa undirbúning þar sem vanda þarf til verka varðandi lagalega umgjörð breytinga sem slíkra, en það aðtrið að ætla að reyna að leggja á meiri skatta í kjölfar skattoffars á almenning sem var til staðar í hinu meinta góðæri, nú einnig á krepputímum er hámark veruleikafirringar stjórnmálamanna við stjórnvölinn og var þó komið nóg af slíku.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Frekari aðgerðir vegna skuldsettra heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband