Á Alþýðusambandið að skipta sér af stjórnmálum ?

Tilgangur og markmið verkalýðshreyfingarinnar er að verja kjör verkafólks í landinu en ekki að starfa sem stjórnmálaflokkur eða hvað ?

Meðan enn hefur ekki farið fram atkvæðagreiðsla meðal þjóðarinnar varðandi það atriði hvort vilji manna standi til þess að ganga til viðræðna um aðild að ESB, þá er þessi ályktun úr þessarri frétt að mínu viti stórfurðuleg.

" Ákvörðun um ESB aðild ber að taka með langtímasjónarmið að leiðarljósi

„Þær raddir gerast því æ háværari að mikilvægt sé nú að skoða af fullri  alvöru inngöngu í Evrópusambandið og í framhaldinu að taka upp evru.   Á það hefur verið bent að aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru sé engin töfralausn á aðsteðjandi vanda en við hljótum að spyrja okkur að því hvort hag okkar sé betur borgið til lengri tíma utan sambandsins með tilheyrandi kostnaði við að halda úti minnstu fljótandi mynt í veröldinni.

Ákvörðun um Evrópusambandsaðild og upptöku evru er stór og felur í sér bæði kosti og galla. Hana ber því að taka með langtímasjónarmið að leiðarljósi. En ef við teljum að langtímahagsmunum okkar sé best borgið innan Evrópusambandsins og með upptöku evru þá er ekki eftir neinu að bíða því að til skamms tíma yrðu áhrifin jákvæð. Með því að stefna að evruupptöku fælist viss skuldbinding um að við ætluðum að ná tökum á efnahagsstjórninni og ákveðið ankeri fælist í því aðlögunarferli sem við yrðum að hefja strax. Óháð aðsteðjandi efnahagsvanda er gagnlegt að líta um öxl í lok hagsveiflunnar og skoða hvernig þjóðfélagið hefur þróast á undanförnum árum," að því er segir í hagspá hagdeildar ASÍ sem kynnt var á blaðamannafundi í dag. "

Þetta er úr hagspá Alþýðusambandsins.

kv.gmaria.


mbl.is Sjöfaldar ævitekjur á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég hélt að Alþýðuflokkurinn og ASÍ hefðu slitið naflastrenginn fyrir nokkrum áratugum og ASÍ lýst því yfir að það stæði ekki í pólítík.

Ég held að þetta sé enn eitt dæmið um að Samfylkingin kann einfaldlega ekki að fóta sig í íslensku samfélagi. Þingræði skiptir ekki máli, í gær kom maður upp og vildi láta ráðherra biðjast afsökunar á gjörðum dómara í fyrndinni, lög um ráðherraábyrgð skipta engu máli, þeir reyna bara að firra sig ábyrgð á því sem þeir telja að verði óvinsælt.

Eða eins og Magnús Stefánsson segir. Ekta vindhanapólitík.

Gestur Guðjónsson, 29.5.2008 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband