Við Íslendingar erum orðnir sérfræðingar að búa til vandamál þar sem engin eru.

Við nennum ekkert að vera að velta okkur of mikið upp úr alvöru vandamálum, frekar búum við til ágreining um eitthvað sem mögulega gæti verið  hægt að rífast um, þar sem aukaatriði verða eins og skot að aðalatriðum og tilgangur og markmið verða eins og olía á eldinn í gamlársbrennunni.  Við þurfum að sundurgreina allt og skilgreina í yztu æsar svo mjög að enginn getur komið heim og saman því sem sundurgreint hefur verið að lokum. Erjur og illindi sem menn forðum gerðu upp með öxum og spjótum eru nú flest háð með pennanum eða réttarara sagt lyklaborðinu sem tekið hefur yfir hlutverk blekpennans. Nú synda menn í tjáningarfrelsinu sem aldrei fyrr sem eðli máls samkvæmt leitar marka eins og flest í mannlegu eðli.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband