Lög á fyrirtæki um fleiri konur í stjórnir er bull.

Að setja lög á lög ofan um alla skapaða hluti jafnt mögulega sem ómögulega hefur verið eins konar síbyljusöngur aðdáenda forsjárhyggju hér á landi. Lagasetning þarf hins vegar að byggjast á því að skapa skilyrði, ramma er einstaklingar og fyrirtæki geta gengið að sem vísu í einu þjóðfélagi. Það atriði að setja í lög hvað margar konur eiga að vera í stjórn eins fyrirtækis er óframkvæmanlegt fyrirbæri vil ég leyfa mér að segja og það atriði að aukinn hlutur kvenna til áhrifa eigi að nást fram með slíku er algerlega að snúa hlutum á haus, því hver einstaklingur skyldi ætíð njóta verðleika sinna án tilliti til kyns. Það er hægt að hvetja og stuðla að ýmsu í þessu sambandi hvað varðar að móta viðhorf í einu samfélagi og það verkefni er kvenna sjálfra fyrst og fremst, varðandi jafnstöðu á launamarkaði, ekki hvað síst innan verkalýðsfélaga en það atriði að ætla að skoða hugmyndir að setja lög á fyrirtæki varðandi magn kynjanna í stjórnum er út úr korti í mínum huga að teknu tilliti til allra þátta.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband