Íslensk Verkalýðshreyfing þarf að semja um lágmarkslaun á vinnumarkaði sem nægja til framfærslu.

Því miður er það ekki nóg að ganga um með margra ára gömul kröfuspjöld um jöfnuð allra handa einn dag á ári ef raunin er síðan sú í samningsgerð um kaup og kjör að lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði til handa hinum almenna launamanni nægi þeim hinum sama ekki til framfærslu.

Það er ávísun á fátækt í einu samfélagi, baráttu og basl.

Bætur almannatrygginga taka mið af lægstu launum á vinnumarkaði og þvi ekki að undra að kjör öryrkja og aldraðra fylgi basli hins almenna verkamanns þar sem ekki hefur tekist að semja um kaup og kjör lágmarkslauna svo nægi til framfærslu í áraraðir.

Samtenging verkalýðsfélaga og lífeyrissjóða þeirra hinna sömu er síðan hafa aftur fjárfest í atvinnulífinu er afar furðulegt fyrirbæri sem enn á eftir að aftengja og því fyrr því betra því verkalýðsfélögin eiga að vera langt frá fjármunaumsýslu lífeyrissjóða hvers konar að mínu viti, þannig að samningar um kaup og kjör á vinnumarkaði komi aldrei til með að vera umhugsun um samtengda fjármuni nokkurs konar.

Fyrsti maí baráttudagur verkalýðsins er góður dagur sem því miður hefur misst að hluta til tilgang sinn vegna þess hve illa hefur gengið hér á landi fyrir íslenska verkalýðshreyfingu að standa vörð um tilgang sinn.

 

kv.Guðrún María. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði til handa hinum almenna launamanni eru hærri en Lágmarksframfærsla. Það að laun nægi einhverjum ekki til framfærslu segir því meira um bruðl, óráðsíu og eyðslusemi en launin. En auðvitað má endalaust rífast um hvort bæta eigi bílakostnaði, utanlandsferðum og öðru við lágmarksframfærsluna. Nægja launin ekki til framfærslu ef sleppa þarf reykingum eða tvöföldum bílskúr?

Frá ársbyrjun 2008 hækkuðu lágmarkslaun um 71% á sama tíma og almennar launahækkanir samkvæmt kjarasamningum námu 28%.

Bætur almannatrygginga eru ákvarðaðar af stjórnvöldum og taka ekki mið af lægstu launum á vinnumarkaði.

Fyrsti maí baráttudagur verkalýðsins er góður dagur sem því miður hefur misst að hluta til tilgang sinn vegna þess hve vel atvinnurekendum hefur tekist með rangfærslum að sverta verkalýðshreyfinguna og koma inn tortryggni og vantrausti á störf hennar. Sorglegt er síðan að sjá almenna launamenn kokgleypa áróðurinn og án nokkurrar upplýsingaöflunar bera út boðskap atvinnurekenda í bloggum sínum.

Ufsi (IP-tala skráð) 1.5.2014 kl. 03:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband