Lýðræðisumbætur taka tíma, en stórt skref var stigið í Icesavemálinu.

Mín skoðun er sú að nú þegar hafi átt sér stað ferli sem ekki verður aftur snúið með á veg lýðræðisumbóta af þeim toga að færa almenning nær ákvarðanatöku um hin ýmsu mál, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

Þrátt fyrir alls konar agnúagang núverandi valdhafa í garð forseta vors, varðandi beitingu ákvæðis stjórnarskrár um að fela almenningi vald um lög í landinu, þá ættu þau hin sömu í raun að þakka fyrir að þetta skref var stigið, því það leiðir eina þjóð fram á veg, frekari lýðræðisumbóta.

Jafnframt á sér stað ákveðin vitundarvakning meðal almennings varðandi það atriði að taka þátt í ákvörðunum um eigin mál, þegar möguleikinn er til staðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Sigur lýðræðislegrar byltingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband