Við þurfum sameinað afl til umbreytinga en ekki sundraðar einingar hér á landi.

Veit ekki hvort menn eru búnir að gleyma umræðu um tveggja flokka kerfi hér á landi hér um tíma, en sú umræða var nokkur þegar vinstri menn reyndu að sameina sína menn undir formerkjum Samfylkingar sem ekki tókst.

Raunin er sú að hluti frjálshyggjumanna í Samfylkingunni eru hægra megin við frjálshyggjumenn í Sjálfstæðisflokknum einkum og sér í lagi varðandi alþjóðahyggju og óheftan markað sem forsendu allra hluta.

Ríkisforsjárhyggjan ásamt meintri varðstöðu um sjálfstæði hefur hins vegar skilið VG frá Samfylkingunni að mestum hluta til.

Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar nær VG að hluta til hvað varðar ríkisforsjárhyggju þar sem frelsi einstaklingsins er afstætt einkum hvað varðar stefnu i sjávarútvegsmálum.

Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur sem hefur stutt við stjórn vinstri manna og setið í stjórn með hægri mönnum, og gengið bil beggja sjónarmiða hverju sinni.

Evrópusambandsaðildarmálið og afsal Vg af sinni stefnu í því máli við stjórnarmyndun er flokknum dýrkeypt ásamt óvinsældum þess að taka við stjórn landsins á erfiðum tímum og hefur nú kostað flokkinn þrjá þingmenn á brott.

Mér er ekki mögulegt að sjá að afl til umbreytinga í formi þingmanna á þingi úr nýjum framboðum utan fjórflokkakerfisins skili nokkrum sköpuðum hlut til umbreytinga í okkar samfélagi, þvi afl fárra þingmanna á þngi er ekkert til þess að koma málum fram með tvo, þrjá eða fjóra þingmenn til þess arna.

Við þurfum sameinaða krafta en ekki sundraða í einingar til þess að þoka málum áfram hér á landi.

Ég óska Lilju hins vegar alls hins besta.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Vill lýðræði í atvinnulífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband