Hvar er stefnumótun stjórnvalda í þessum efnum ?

Rétt eins og fyrri daginn koma Íslendingar eins og jólasveinar af fjöllum, þegar upp koma álitamál eins og þessar fjárfestingar þessa annars afar geðþekka Kínverja Huang Nubo, er hyggst byggja upp ferðaþjónustu fyrir norðan.

Miðað við yfirlýsingar stjórnvalda þessa efnis er engin stefnumótun fyrir hendi í þessu máli frekar en öðrum oft áður, og skoða á málið osfrv.

Auðvitað ætti að liggja fyrir skýr stefna, varðandi það atriði hvort erlendum fjárfestum sé heimilt að kaupa eignarland til nytja hvers konar og ef slíkt er takmarkað þá hversu mjög og hve mikið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gæti aukið áhrif Kínverja í N-Atlantshafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband