Klaufaleg tilraun til þess að breyta stjórn fiskveiða,sem engu skilar, því miður.

Það skortir heildaryfirsýn, það er mikið rétt, varðandi þessar breytingar og í raun eins vel heima setið og af stað farið, þar sem menn taka ekki tillit til þróunar þeirrar sem orðið hefur til með kaupum og sölum á aflaheimildum fram og til baka, heldur henda fram einhverjum breytingum.

Það atriði að færa til aflaheimildir til strandveiða án takmarkana til handa þeim er hagnast hafa á því að selja sig út úr kerfinu og geta nú hoppað í þann pott veiða að nýju er eins og hundur að bíta í skottið á sér og verðlaun fyrir þá sem hafa nýtt sér hið heimskulega fyrirkomulag að geta selt sig út úr kerfi þessu yfir höfuð sem aldrei skyldi verið hafa.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Mjög slæmt mál,“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það eru að stórum hluta til gjörðir þeirra sem selt sig hafa út úr kerfinu, sem skapað hafa þessa svokölluðu óvild í garð kvótakerfisins.

Það er því mjög súrealískt að þeim sé í rauninni umbunað fyrir að hafa á sínum tíma, selt kvóta frá því byggðalagi sem þeir koma frá.

Kristinn Karl Brynjarsson, 14.6.2011 kl. 22:33

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já nákvæmlega Kristinn Karl.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.6.2011 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband