Ég um mig, frá mér til mín...... ???

Hefur vort samfélag breyst við hrun, varðandi einstaklingshyggju þá sem var allsráðandi á tíma ofgnóttar peningamagns í umferð ?

Eins og ég sé það hefur ef til vill eitthvað breyst en síður en svo að það gengumgangi vort samfélag í heild.

Skortur á samfélagslegri vitund og einstaklingshyggja er eitthvað sem flokka má sem siðhningnun í einu samfélagi og hlýtur að vera einhvers konar áfellisdómur yfir skipulagi mála og þróun í samfélagsgerðinni.

Skortur á virðingu manna í millum, þar sem Pétur og Pálina eru tilbúin til þess að vaða yfir Pétrínu og Pál, á skítugum skónum, til þess að hampa sjálfum sér sem siguvegara í einhvers konar smávægilegum samskiptum dags daglega segir það eitt að maðurinn hafi að hluta til misst sjónar á markinu.

Skilgreiningar og flokkunarárátta mannsins í hvers konar kerfisfyrirkomulagi hefur gengið út í öfgar á þann máta smáatriðin kunna að yfirvarpa tilganginn í heild og lítið sem ekki neitt kemur út úr þvi flókna ferli skigreininganna sem til staðar eru.

Ákveðinn " liberalismi " hefur flotið um þar sem það hefur verið talið allt að því slæmt að frelsi finnist mörk og mörkin þvi um víðan völl á köflum.

Með öðrum orðum ferðalag okkar í stefnur og strauma hvers konar hefur ef til vill lotið forsendum einstaklingshyggju án dýpri róta í samfélasgerðinni og skipulagi kerfa mannsins.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband