Selur VG, landið í Evrópusambandið fyrir þáttöku í einu stykki ríkisstjórn ?

Það er nú nokkuð greinilegt að formaður VG, fjármálaráðherrann er að einangrast í sínum flokki varðandi afstöðu til áframhaldandi ferlis aðlögunar að Esb.

Fyrir það fyrsta var það stórundarlegt að þessi flokkur skyldi samþykkja umsókn þessa sem hluta af stjórnarsáttmála gegn eigin stefnu í málinu sem í raun hafði veitt þeim hinum sama brautargengi í ríkisstjórn því margir kusu flokkinn fyrsta sinni mér vitanlega vegna afstöðu gegn Evrópusambandinu.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort þáttakan í ríkisstjórn verður ofar á blaði en vilji flokksmanna flokksins.

kv.Guðrún María.


mbl.is VG tekst á um ESB-inngöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mig minnir að frambjóðendur VG sögðu margoft að þau vildu láta þjóðina kjósa þrátt fyrir að vera á móti aðild.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.11.2010 kl. 01:33

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þ.e fyrir kosningar.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.11.2010 kl. 01:34

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi ágreiningur er augljós sönnun þess að VG er lýðræðisflokkur þar sem allir mega lýsa skoðunum sínum.

Sjálfur tel eg hagsmunum okkar betur borgið innan EBE ef við ætlum að tryggja herlaust land hér. Kínverjar eru tilbúnir að koma sér upp stökkpalli hér og það munu Bandaríkjamenn aldrei líða.

Þeir sjá mjög gott tækifæri til viðskipta og áhrifa hér.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.11.2010 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband