Þjóðstjórn eins og skot, eða nýjar kosningar.

Ég hygg að Alþingi allt nái ekki starfhæfu ástandi eftir það sem er á undan gengið nema til komi það atriði að allir flokkar verði kallaðir að stjórn landsmála við þær aðstæður sem nú eru uppi.

Kosningar við þessar aðstæður þar sem sundrungin er nær alger, og skuldavandinn bitnar af fullum þunga á heimilum landsmanna, kynnu að verða skrípaleikur enn frekari pólítískra skotgrafa en oft áður og hefur þó verið nóg um í því efni.

Sé það hins vegar ekki vilji núverandi valdhafa að koma þjóðsstjórn á koppinn, þá heldur fram sem horfir með áframhaldandi upplausnarástandi og mótmælum á torgum úti.

Raunin er sú að undirlægjuháttur sitjandi valdhafa gagnvart Alþjóða gjaldeyrissjóðnum hefur verið og er nær alger, varðandi það atriði að þora að taka ákvarðanir og framfylgja þeim.

kv.Guðrún María.


mbl.is Óánægja vegna skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband