" HREINSA ÞARF ÁRFARVEGI " segja sérfræðingar Veðurstofu, hefjast þarf handa...

Mér hefur alltaf fundist það hundleiðinleg aðferðafræði að menn bíði eftir því að skaði sé skeður með það sem þarf og verður að gera, en raunin er sú að afleiðingar eldgoss af þeirri stærðargráðu sem gosið í Eyjafjallajökli er, kallar á ýmis mannanna verk til varnar.

Sérfræðingar veðurstofunnar hafa gefið það út að líkur á flóðum sem þessum séu verulegrar og það er nóg til að hraða því verki sem þarf að vinna.

Árfarvegir eru fullir af drullu og viðbótarvatnsmagn setur allt svæðið í hættu hvað varðar skemmdir á gróðri og mannvirkjum, en þjóðvegur 1. er miðja vegu á þessu svæði og það gefur augaleið að hringvegurinn rofnar með tilheyrandi vandamálum þar að lútandi.

Bændur mega ekki við meira tjóni en nú þegar er orðið á þessu svæði svo mikið er víst.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Verulega líkur“ á eðjuflóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband