Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Lækkun skatta á eldsneyti er heilbrigð skynsemi.

Við þær aðstæður sem nú eru uppi er það algalið að halda til streitu útgjöldum hins opinbera á eldsneyti og eins og skot ættu ráðamenn að endurskoða þær ákvarðanir.

Ekki hvað síst í ljósi þess að hvers konar samgönguframkvæmdir og umbætur á vegakerfinu með fjármagni þar að lútandi falla um sjálft sig hafi landsmenn ekki möguleika á því að nota þær hinar sömu samgöngur sér til hagsbóta.

Jafnframt er það dagljóst að tekjur af þeim álögum sem eru til staðar í formi skatta munu ekki skila því í ríkisstjóð sem til var ætlast, heldur verða til þess að einu sinni enn munu ofáætlaðar álögur falla um sjálft sig í raun.

kv.Guðrún María.


mbl.is Eldsneyti verði lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Samfylkingin stjórnarandstöðuflokkur í " góðærinu " ?

Ef til vill væri hér á landi ögn skýrari skil á pólítíska sviðinu ef Samfylkingin hefði talað skýrar í hinum ýmsu málum meðan " góðærið " ríkti en svo var ekki, þar var VG, aðal stjórnarandstöðuflokkur sem aðhald þáverandi aðilum við stjórnvölinn.

Einhvern veginn finnst mér það fara Merði illa að velta vöngum yfir afstöðu þriggja þingmanna samstarfsflokksins með því móti sem hann gerir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þekkja aðeins viðvarandi flokkadrætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núverandi ríkisstjórn bíður eftir þvi að bera Evrópusambandssólina inn í húfum.

Ég hef sagt það áður og segi það enn að andvaraleysi núverandi stjórnvalda, varðandi hin ýmsu mál hér innanlands, litast að því að menn eru beinlínis að bíða eftir því að bera fram aðildarsamning að Evrópusambandinu fyrir land og þjóð, að öllum likindum á sama tíma og samband þetta er nærri því að liðast í sundur.

Þangað til er látið reka á reiðanum, hér innan lands og alls konar sýndarmennska í formi viljayfirlýsinga um hitt og þetta eru þau stjórntæki sem eru notuð og nýtt til hins ýtrasta.

Sá flokkur sem gegnir forystu í ríkisstjórn landsins Samfylkingin er eini íslenski stjórnmálaflokkurinn sem hefur það í stefnuskrá sinni að sækja um aðild að Esb, hinir ekki, og með ólíkindum má telja að samstarfsflokkurinn VG, hafi selt stefnu sína fyrir setu í rikisstjórn í því efni, en það atriði hefur nú þegar kostað þrjá þingmenn á brott úr stuðning við þessa stjórn úr þingflokki VG og skyldi engan undra.

Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu er sá hinn sami og stuðningur við það atriði að segja Já við Icesave, flóknara er það ekki að mínu viti og með ólíkindum að áfram skuli haldið í þeirri vegferð sem mál þetta er í af hálfu sitjandi stjórnvalda, þar sem lýðræðisfarvegur málsins er vægast sagt á hálum ís og sitjandi stjórnarflokkar verða án ef að athlægi í Evrópu er gengið verður til atkvæða um samning sem kostað hefur verið fjármunum í að útbúa, hvaðan svo sem þeir fjármunir koma.

kv.Guðrún María.


Um daginn og veginn.

Við fengum hvíta páska þetta árið og ætli verði þá ekki rauð jól, hver veit !

Hitti mína fjölskyldu yfir páskahátíðina , sem var ósköp indælt eins og ætíð, að öðru leyti er það sama við að fást hjá mér að reyna að ná heilsutetrinu, þ.e bakinu mínu í betra ástand með æfingum og þjálfun þar að lútandi.

Ég fæ stuðningsbelti til að nota sem hjálpar mér til að gera eitthvað, og geta sleppt því að leggjast og hvíla í tíma og ótíma vegna verkja.

Auðvitað er þetta hundleiðinlegt ástand, þ.e. að geta bókstaflega ekkert gert nema að vera eins og aumingi eftir, en ... það þýðir lítið að væla yfir því, maður verður að taka því sem hittir mann fyrir, hvers eðlis sem er og reyna að vinna úr þvi eftir bestu getu, annað er ekki í boði.

Ég kíkti inn á vef Alþingis og gáði að því hvað væri í farteskinu og sá lítið annað en svör við fyrirspurnum eftir páskafrí, en þó vakti athygli mína breytingar á almannatryggingalöggjöfinni þess efnis að ekki verður betur séð en verið sé að afnema tekjutengingar að hluta tímabundið, gagnvart lífeyrissjóðsgreiðslum, sem sannarlega er þarft og ætti fyrir löngu að hafa litið dagsins ljós, en einhverra hluta vegna segir mér hugur um að þetta gæti nú verið tengt kjarassamningsgerðinni,
kemur í ljós.

kv.Guðrún María.


Fyrrum forni þingstaður Eyfellinga, Steinahellirinn.

Steinahellir geymir söguna sem forn þingstaður forfeðra og formæðra.

Á sínum tíma risu Eyfellingar upp gegn valdsmönnum þess tíma þar sem sýslumaður einn var talinn hafa farið offari í athöfnum sínum og hópur manna kom meðal annars saman í Steinahelli vegna þess hins sama en þessu er lýst í bók sem kom út hér á árum áður og heitir " Fár undir Fjöllum. "

Hellirinn geymir því söguna, alla, þótt hrynji grjótið af honum í leysingum
blessuðum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Grjóthrun í Steinahelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmaðurinn stendur vörð um stefnuskrá VG.

Ég er ansi hrædd um að flokksfélög VG, verði að fara að beina spjótum sínum að forystu flokksins, en í stefnuskrá VG, segir,

" Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of. "

Flokkurinn hefur nú tapað þremur þingmönnum úr þingflokknum og spurning hve lengi flokksfélög ætla að kasta steinum í þá hina sömu sem standa vörð um stefnuskrá flokksins að sjá má.

 

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Vilja að Ásmundur Einar segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega páska.

Vonandi fá landsmenn notið páskahátíðarinnar þrátt fyrir vindasamt tíðarfar á köflum.

Páskarnir eru tími íhugunar svo ekki sé minnst á það atriði að fjöldi ungmenna staðfestir skírnina við fermingu.

Ég óska þeim allra heilla út í lífið, og foreldrum þeirra til hamingju með börnin sín.

Set hér inn nokkur vers úr gömlum sálmi eftir Ólinu Andrésdóttur.

"
Skín guðdóms sól á hugarhimni mínum,
sem hjúpar allt með kærleiksgeislum þínum.
Þú drottinn Jesú, lífsins ljósið bjarta,
ó lýs þú mínu trúarveika hjarta.

Þú varst mér það sem vatn er þyrstum manni,
þú varst mitt frelsi í dimmmum fangaranni.
Og vængjalyfting vona barni lágu,
og vorsól ylrík, trúarblómi smáu.

Þú ert það lyf sem lífsins glæðir sárin,
sú ljúfa mund, sem harma þerrar tárin.
Minn hugarstyrkur, hjartans meginmáttur,
og minnar sálar hreini andardráttur.

Ó.A. "

kv.Guðrún María.


Lög um lög, frá lögum til laga.

Að öllum líkindum mun ekki líða langur tími þar annmarkar þessarar lagasetningar kalla á reglugerðabreytingar ellegar breytingar á hinum nýsamþykktu lögum frá Alþingi.

Helsta vandamálið mun verða eftirfylgni með framkvæmdaþáttum þeim sem laganna hljóðan inniheldur að hluta til.

Fyrsta skref fjölmiðlanefndar varðandi afskipti af hlutfalli af evrósku efni í dagskrá miðla hér á landi mun verða eftirtektarvert án efa, en fjölmiðlum er beinlinis gert skylt að hafa ákveðið hlutfall af efni sem slíku eins vitlaust og það nú er.

Lög á lög ofan með þæfðu orðavali og langlokuútskýringum í laganna hljóðan eru alla jafna ólög, þar sem betur hefði verið heima setið en af stað farið í slíka vegferð, vegna þess að slíkt kallar einungis á endurvinnslu skömmu síðar.

Tíminn mun leiða í ljós hvernig sitjandi stjórnvöld koma til með að útfæra framkvæmdaþáttinn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fjölmiðlalögin staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing á föstudaginn langa.

Leiðir mannsins við hina endalausu leit að " hamingjunni " og hinum fullkomna tilgangi lífsins, taka á stundum á sig krókavegi þar sem kerfi þau sem maðurinn hefur búið til virka ekki sem skyldi hvers eðlis sem eru.

Hvaða réttlæti er til að dreifa í því efni að kerfi mannsins skattleggi fólk sem þiggur laun á vinnumarkaði undir fátæktarmörkum þeim sem kerfið sjálft skilgreinir sem slíkt ?

Ef svo er komið að starfandi fyrirtæki á vinnumarkaði hvort sem um er að ræða hið opinbera eða einkafyrirtæki geti ekki greitt laun sem nægja til framfærslu í einu samfélagi, þarf þá ekki að skoða forsendur þær sem liggja til grundvallar því hinu sama ?

Við getum hrópað hátt og hneykslast yfir mannréttindabrotum annars staðar í heiminum en virðumst ekki sjá þau sem liggja þó, við fætur okkar hér heima.

Hví skyldu meðbræður okkar í einu samfélagi þurfa að ganga píslargöngu vegna fátæktar meðan hluti þegnanna fleytir rjómann ofan af tekjulega, einhverra hluta vegna ?

Við eigum í raun að geta verið þess umkomin að skipta þjóðarkökunni betur en við höfum gert til þessa og réttlátt skattkerfi jöfnuðar millum einstaklinga og fyrirtækja, ásamt hóflegum ríkisumsvifum í samfélaginu er eitthvað sem hlýtur að vera markmiðið.

Við þurfum að skilja hismið frá kjarnanum og vega og meta vorn flókna heim og einfalda það sem þarf á réttum stöðum í stað þess að fljóta með straumnum.

kv.Guðrún María.


Er eitthvað eðlilegt við það borgarstjóri Reykjavíkur, sé í sölubisness sem leikari , samtímis starfi sem borgarstjóri ?

Ég er ansi hrædd um það að Jón frændi minn fram í ættir, kunni hugsanlega að falla í þann pytt að vita ekki hvar skal draga mörkin varðandi það atriði að gegna starfi borgarstjóra og vera einnig í útrás sem kvikmyndastjarna á sama tíma.

Gæti það kallast spilling ?

Hann er súper leikari en ef hann vill vera í stjórnmálum þá þarf hann að setja sig inn í það hið sama svið, og framgangur hans og flokksins varðandi skólamál í borginni, verður ekki til þess að auka hróður hans hér á landi.

Því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Borgarstjóri í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband