Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

VANHÆF RÍKISSTJÓRN ?

Síðan hvenær höfðu stjórnmálamenn leyfi til vega og meta hvort farið væri að lögum í landinu ?

Hér er um að ræða hreint og beint galið viðhorf af hálfu viðskiptaráðherra, sem ræðir um að " ef sú leið verði farin..... "

Hvaða " EF " er eiginlega um að ræða í stöðunni ?

Gengistryggingin hefur verið dæmd ólögmæt í Hæstarétti, og sitjandi stjórnvöldum í landinu BER að fara að lögum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Almenningur fengi reikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætla stjórnvöld að grípa inn í niðurstöðu dómsstóla ?

Svo virðist sem misviturlegar aðgerðir séu í uppsiglingu, varðandi það atriði að stjórnvöld hyggist útfæra dóm Hæstaréttar.

Ekki líst mér á þá hina sömu stöðu mála og eitt er víst að ef slíkt verður að ráði þá þarf að hefjast handa við gerð nýrrar rannsóknarskýrslu um stjórn mála í kjölfar bankahrunsins.

kv.Guðrún María.


mbl.is Taka stöðu gegn almenningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gróðursælasta svæði á Íslandi hefur verið undir Eyjafjöllum.

Það skyldi þó aldrei vera að á " svarta svæðinu " tækist ræktun hvað best, hver veit, en auðvitað hitnar jörðin undir eins og var á Skógasandi sem er tún ræktað upp á svörtum sandi.

Skjól fjallanna frá norðanvindum hefur gert Fjöllin að einu gróðursælasta svæði á landinu, þar sem landbúnaður var í blóma í mínum uppvexti, áður en fækkun og stækkun búa hélt innreið sína með tilheyrandi fólksflótta úr atvinnugreininni.

Sjálf hefi ég ekki verið sátt við þá hina sömu aðferðafræði og lit svo á að færri smærri einingar hvoru tveggja eigi og geti lifað við hlið stærri eininga, í landbúnaði hér á landi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Græn tún einkenna jarðir á Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsjárhyggju Samfylkingar greinilega, lítil takmörk sett !

Það er afskaplega fróðlegt að fá fram þessar upplýsingar frá Þór Saari, um hugmyndir stjórnarþingmanna og viðskiptaráðherra, þess efnis að setja " bara inn verðtryggingarákvæði " í samninga.

Því miður kemur það betur og betur í ljós, hve afskaplega illa menn virðast að sér um lagaframkvæmd sem og hve tilbúnir menn virðast til þess að finna aðferðir til þess að laga lög að hentugleikum, lög þar sem lagaframkvæmd hefur verið dæmd óheimil, og viðgengist hefur um áraraðir.

Aðgerðarleysi sitjandi ríkisstjórnar í skuldavanda þeim er til varð við hrun er því miður himinhrópandi, og hverjum manni ljóst að færa þyrfti niður höfuðstól lána að einhverju leyti, en þess í stað kaus ríkisstjórnin að hella olíu á eld og hækka skatta og gjöld, sem aftur hækkaði enn verðtryggð lán landsmanna.

Staðnað hagkerfi, með lokuðum bönkum, og fyrirtækjum í fjöldagjaldþrotum, og einstaklingum án atvinnu, launalækkun og samdrætti, án þess þó að hið opinbera hafi í heild minnkað að umfangi í kostnaði sem heitið getur.

því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hættulegt aðgerðaleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgist Helgi Hjörvar betur með en Árni Páll ?

Það er nú alveg merkilegt að sjá yfirlýsingar um " ótímabæra umræðu ", af hálfu félagsmálaráðherra i þessu tilviki, þar sem allt logar í umræðu um mál þessi í þjóðfélaginu eðlilega.

Ég er þeirrar skoðunar að Helgi Hjörvar geri sér betur grein fyrir áhrifum dóms Hæstaréttar en félagsmálaráðherrann virðist gera, samkvæmt ummælum hans.

kv.Guðrún María.


mbl.is Dómurinn skapar ekki peninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafðu heiður og þökk Höskuldur.

Ég er innilega sammála Höskuldi í þessu efni, og það er virðingarvert að koma forseta til varnar og eykur virðingu Alþingis.

Ummæli þingmanns Samfylkingar í þessu efni eru skammarleg og ekki sæmandi sitjandi þingmanni á þjóðþingi í raun.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kemur forsetanum til varnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umboðsmaður sjúklinga á Íslandi er nauðsyn.

Fyrir löngu síðan hefði átt að vera til staðar samnorrænt eftirlit með læknum og alveg furðulegt að fyrst nú árið 2010, skuli menn sammælast um slíkt.

Hér á landi vantar hins vegar enn þann dag í dag Umboðsmann sjúklinga sem óháðan aðila gagnvart hinu umfangsmikla heilbrigðiskerfi.

Landlæknisembættið er engan veginn óháður aðili þar sem Landlækni ber að standa vörð um framkvæmd læknalaga og heilbrigðisþjónustu almennt, þar sem embættið hefur til dæmis það verk með höndum að elta uppi " skottulækningar ".

Um tíma voru sjúklingar til dæmis ótryggðir í starfssemi einkastofa úti í bæ, eða allt til ársins 1997, þar sem Ríkisendurskoðun dró fram annmarka þá hina sömu eftir gagnrýni Samtakanna Lífsvog og birt var Alþingi þá, eftir skýrslu stofnunarinnar og úttekt á Læknadeild TR, og umkvörtunum.

Í kjölfarið var læknum gert skylt að tryggja starfssemi sem þessa en einnig litu ný lög um sjúklingatryggingu dagsins ljós skömmu síðar.

Hagsmunir sjúklinga eru að gæðaeftirlit með starfssemi heilbrigðisstofnanna sé eins gott og verða má og hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að samnorrænt samstarf sé til staðar, þótt fyrr hefði verið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Herða eftirlit með læknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gífurlegur áfellisdómur yfir stjórn efnahagsmála hér á landi undanfarin áratug.

Það atriði að gengislán skuli dæmd ólögleg í Hæstarétti og uppnám sé nú varðandi verðtryggingu annarra lána í raun í kjölfarið, hlýtur að skrifast sem gífurlegur áfellisdómur um starfssemi hins íslenska fjármálakerfis, og efnahagsmála almennt.

Dómur þessi kemur fram eftir stórfelldar hækkanir í kjölfar hrunsins hér á landi, en hvað lengi voru gengislánin veitt, áður en allt hrundi ?

Hver er munurinn að tengja lántöku við gengi erlendra gjaldmiðla, eða verðlag hér á landi, sem ræðst af til dæmis skattahækkanaákvörðunum stjórnvalda sem og samningum um kaup og kjör ?

Það vakna margar spurningar í þessu sambandi.

Verði dómaframkvæmd þessi til þess að horfið verði frá verðtryggingu fjárskuldbindinga hér á landi í kjölfarið, mun stórt skref stigið til réttlátara samfélags í heild.

kv.Guðrún María.


mbl.is Endurmeti húsnæðislánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vönduð vinna talsmanns neytenda.

Gísli Tryggvason talsmaður neytenda, á heiður skilið fyrir tillögur sínar til stjórnvalda sem sjá má í því bréfi sem hann hér ritar til viðskiptaráðherra.

Ég held að þær tillögur sem þar koma fram séu að öllum líkindum það eina rétta í stöðunni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skapi þjóðarsátt um lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinar hefðbundnu laxveiðar í Reykjavík.

Frá því ég man eftir mér hafa borgarstjórar opnað Elliðaárnar með þvi að veiða fyrsta laxinn, og fréttir af slíku því hefðbundnar fréttir.

Jón Gnarr er þar engin undantekning frá forverum sínum í embætti, hvað það varðar en hins vegar heldur hann Dagbók á netinu og hefur þegar komið fram með laxauppskrift sem er tilvalið, og verður örugglega í fréttum á morgun en Dagbók borgarstjóra er hvalreki fyrir íslenska fjölmiðla.

Hver veit nema borgarstjóri bregði sér á mávaveiðar en að liggur við að lundaháfur gæti verið veiðitæki af svölum Ráðhússins á stundum.

Kanski myndi duga að setja Gondóla á Tjörnina til þess að fæla mávinn,
hver veit !

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Borgarstjóri veiddi lax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband