Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Hinn pólítíski rétttrúnaður og fræðimennirnir.

Alveg hreint er það stórkostlegt að sjá þegar fræðimenn fara á stúfana til þess að gera tilraunir til þess að leiðbeina um túlkun manna á ástandi einhvers konar með orðanotkun þar að lútandi í huga.

Sínum augum litur hver fræðimaður á silfrið og handhafana, meira og minna allt eftir því hvaða hugsanleg flokksbönd tengja menn á básana.

Þannig hefur það verið hingað til.

kv.Guðrún María.


mbl.is Nota á hugtakið landráð varlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er öll vitleysan eins, heldur aðeins mismunandi.

Manni kemur fátt á óvart lengur, satt best að segja en óttalega virðist þetta klaufalegt hjá þingmanninum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Greiddi ólöglegan arð fyrir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vissi ekki að ríkisútgjöld hefðu verið svo mikill hluti kvikmyndagerðar í landinu.

Mín skoðun er sú að einstaklingar eigi að fá að njóta sinna verka með umhverfi skatta þar að lútandi svo sanngirni sé að, en bein fjárframlög á fjárlögum Alþingis til þess hins sama undir ramma RUV, er eitthvað sem ég sé ekki alveg sem hagsmuni skattgreiðenda til lengri og skemmri tíma.

Vissulega má rýna í hinn ýmsa niðurskurð sem fyrir hendi er og skoða milli þátta, en ef velja þarf milli þjónustu við heilbrigði og menntun þá hlýtur kvikmyndagerð að verða afgangs um tíma.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fordæmislaus niðurskurður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þungatakmarkanir í janúar !

Ég verð að játa það að ég man ekki eftir því að fyrr hafi komið til sögu þungatakmarkanir í janúarmánuði hér á landi, en kanski er það misminni hjá mér.

Mars, apríl, maí, hljómar einhvern veginn nær því sem geymist í minninu.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Þungatakmarkanir um allt land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnvöldum á hverjum tíma BER að setja ágreining um fjármuni fyrir dómsstóla.

Því miður eru það ríkisstjórnarflokkarnir sem þverskallast hafa við að hlusta á ráð þess efnis að leiða icesavemálið af hinum pólítíska vettvangi eins og vera skyldi, enda mál af einkaréttarlegum toga sem svo sannarlega skyldi lúta mati dómstóla.

Ég vil leyfa mér að segja að allir stjórnarandstöðuflokkar í landinu hafi mælt með þeirri aðferð, að láta reyna á dómstólaleiðina, í málflutningi sínum, ásamt ótölulegum fjölda fræðimanna í greinum.

Það er því vægast sagt stórfurðulegt mat sem ráðamenn við valdatauma hafa valið að ganga fram með í þessu máli, annað verður ekki sagt.

Í minum huga er það ekki flókið hvers vegna, jú Samfylkingin telur sig betur í stakk búinn til inngngu í Evrópusambandið og hinn flokkurinn dansar með, því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja að lögð verði áhersla á að fara með Icesave fyrir dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að virða lýðræðið og bíða eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar ?

Afar merkilegt að " framkvæmdastjórn " ekki samtökin í heild skuli senda frá sér sérstaka yfirlýsingu, en rétt einu sinni enn eru menn hér að skipta sér af stjórnmálum í raun.

Lágmarkskurteisi væri að bíða með yfirlýsingar þangað til þjóðaratkvæðagreiðsla er yfirstaðin.

kv.Guðrún María.


mbl.is Standi saman um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stilla saman strengina, samhæfing í verki er samvinna.

Vér skattgreiðendur eigum ekki að þurfa að hlýða á starfsmenn hins opinbera hnútukastast sín á milli í fjölmiðlum um verkefni eða fjármagn.

Allt of mikið hefur verið af slíku hér á landi gegnum tíðina og tími kominn til að slíkt " hnútukast " fari fram á fundum milli aðila.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vísar ásökunum um trúnaðarbrest á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varla mikið mál fyrir bæjarstjórn að fresta kosningu fram að sveitarstjórnarkosningum.

Ég hef áður tjáð mig um það að kosning um Álverið eigi ekki erindi samhliða kosningu um lög frá Alþingi er forseti hefur synjað, og tel að ekki eigi að blanda nokkrum kosningum saman við slíka þjóðaratkvæðagreiðslu.

Allt öðru máli gegnir um sveitarstjórnarkosningarnar.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Vilja nýja álverskosningu í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálfur milljarður til lána á kaupum á snekkjum og flugvélum.

Þvílíkt og annað eins.

úr fréttinni.

"

Fram kemur í Sunday Times að bankinn hafi samtals lána um 1,2 milljarða punda til einstaklinga. Um 300 milljónir punda hafi m.a. farið í kaup á snekkjum og flugvélum, og um þriðjungur hafi farið til fasteignakaupa í Bretlandi. 

Flest lánanna hafi verið veitt með litlum eða engum veðum

"

kv.Guðrún María.


mbl.is Íhuga að selja eignir KSF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er starfið fyrir einhvern flokksgæðing ?

Fyrsta sem manni dettur í hug í þessu sambandi að orðaval auglýsingarinnar innihaldi það atriði að starfið eigi hugsanlega að geta komið þeim til góða sem ekki hefur sérstaka reynslu af starfi sem slíku en aðra menntun eigi að síður.

Ef til vill vantar einhver vinnu sem hefur sálfræðimenntun og tungumálakunnáttu og er flokksmaður ráðandi aðila í ríkisstjórninni, hver veit ?

Annað eins hefur nú átt sér stað hér áður.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Sérfræðingur í skjalastjórn - má vera sálfræðingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband