Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Stjórnarþingmaður Samfylkingar sem gegnir forsvari í ríkisstjórn landsins.

Áfengi og ræðumennska á Alþingi Íslendinga eiga ekki samleið frekar en áfengi og akstur bifreiða, flóknara er það ekki.

Þingmenn eru opinberir fulltrúar almennings í landinu og eðlilega verður að gera þá kröfu til þeirra hinna sömu að þeir axli þá ábyrgð sem skyldi.

Sjálf hef ég átt ágæt samskipti við Sigmund Erni á sviði fjölmiðla, og hann er viðmótsgóður maður og að ég tel almennt réttsýnn þótt ekki deili ég sömu áherslum og hann á sviði stjórnmála með markaðsflokknum Samfylkingu.

Ég tel hann ætti að kalla inn varamann á þing fyrir sig um tíma.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplýsingasamfélagið og þáttaka manna í því eða ekki.

Það atriði að einhver geti ausið annan óhróðri undir nafnleysi með dylgjum eða ómálefnalegum athugasemdum, dæmir sig sjálft að mínu viti og eina vörnin gegn því hinu sama er svar með nafni.

Það vill svo til að sú er þetta ritar hefur sennilega verið eins lengi í upplýsingasamfélaginu og Björn Bjarnason, alltaf þó á þann veg að upplýsa um eigin persónu.

Margsinnis hefi ég varið menn sem ráðist hefur verið að undir nafnleysi í hinu pólítíska sviði, þar með talið Björn og Davíð, Jónínu Ben, Hrannar Björn og fl. og fl. þegar mér hefur fundist að verið væri að vega að mannorði viðkomandi.

Talsmenn ákveðinna stjórnmálaafla ekki hvað síst á vinstri vængnum hafa eigi að síður, að virðist haft ötula talsmenn undir nafnleysi í umræðu um þjóðmál, þar sem sérstök aðferðafræði við það að persónugera hin ýmsu atriði á pólítíska sviðinu hefur verið allsráðandi.

Því til viðbótar virðist sem hagsmunir einstakra fyrirtækja á íslenskum markaði hafi þar einnig átt sína talsmenn undir nafnleysi til þess að auka hróður fyrirtækja í markaðsfrelsinu hinu mikla sem komið var á fót hér á landi.

Þetta hefur blandast saman í einn hrærigraut upplýsingasamfélagsins sem hver hefur mátt þurfa að feta sig gegnum hverju sinni.

Sá hinn sami hrærigrautur er nú hnotskurn skoðana hér á mbl. sem betur fer undir nafni nú.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Tekur undir ummæli Lýðs um árásir í netheimum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐA þingmenn ætla að samþykkja skuldsetningu íslensku þjóðarinnar, fyrir fjármálabraski fyrirtækja erlendis ?

Það mun verða skráð á spjöld sögunnar hvaða þingmenn greiða atkvæði með samningum um það að setja íslensku þjóðina í ábyrgð fyrir starfssemi fjármálafyrirtækja á Evrópska efnahagssvæðinu, sem hrundi sl. haust.

Því ber að fagna að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa snúist á sveif með Framsóknarflokknum í algjörri andstöðu við mál þetta að sjá má.

Fróðlegt verður að fylgast með þingmönnum stjórnarflokkanna einkum þó þeim sem dásömuðu byltingu til þess að velta nýrri ríkisstjórn til valda.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gegn hagsmunum Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talsmaður ríkisstjórnarinnar ?

Það hentar vel að reiða fram lofsöng um ríkisstjórnina varðandi icesave, ásamt hræðsluáróðri samtímis, daginn fyrir lokaumræðu um málið.

 

úr fréttinni.

" Hann segir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafi farið hægt af stað eftir kosningarnar en nú hafi ræst þar úr. Meðal annars með Icesave-samkomulaginu, fjármögnun bankana og mögulegri lögsókn gegn þeim sem bera ábyrgð á hruninu. "

kv.Guðrún María.


mbl.is Ástandið getur versnað hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munu Íslendingar veiða fisk með eldsneyti af ökrum Eyjafjalla ?

Hér er fróðlegt tilraunaverkefni á ferð en því ber sannarlega að fagna, því við þurfum að leita leiða til þess að nýta allt það sem landið getur gefið af sér.

Hið gjöfula land undir Eyjafjöllum er gott til ræktunar, í skjóli fjallanna og sjálf hefði ég viljað sjá þar vaxtarsvæði lífræns landbúnaðar hér á landi í ríkara mæli en verið hefur.

Hver veit nema við verðum farin að veiða fisk á fleytum sem knúnar eru áfram af olíu af ökrum Eyjafjalla í framtíðinni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þreskja repju á Þorvaldseyri og ætla að vinna olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilgangslaust klúður frá upphafi til enda.

Fyrst er settur gamall pólítíkus sem formaður samninganefndar, sem er með passandi flokksskírteini til handa ráðamönnum.

Sá kemur heim með handónýtan samning sem henda mátti á haugana.

Hvað gera ráðamenn ?

Eyða heilu sumri í það að þvarga og þrefa fram og til baka um hinn handónýta samning, og reyna að gera viðbætur við hann sem aftur breytir innihaldinu gagnvart samningsaðilum á þann veg að mun betra hefði verið að fara af stað upp á nýtt í samningagerð.

Þetta er í boði ríkisstjórnar sem lagt hefur inn aðildarumsókn að Evrópusambandinu, án þess þó að spyrja þjóðina, og vill greinilega gera allt til þess að vera on the good talking terms við þjóðir innan sambandsins, bara einhvern veginn, og halda völdum innanlands í leiðinni.

Þvílík og önnur eins leiksýning hefur aldrei verið sett á svið áður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Funda um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ytri endurskoðun Seðlabankans boðin út af Ríkinu.

Innri endurskoðun Seðlabanka 2009 - 2011 fer fram af hálfu Ríkisendurskoðunar að sjá má, en hin ytri fer fram af Deloitte, samkvæmt útboði af hálfu ríkisins.

Sem sagt endurskoðendafyrirtæki komin í starf við endurskoðun Seðlabankans í boði skattgreiðenda að sjá má.

þetta úr fréttinni kemur fram neðst.

"

Þess má geta að framangreindar breytingar á fyrirkomulagi ytri og innri endurskoðunar Seðlabanka Íslands eru í samræmi við samkomulag íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (International Monetary Fund).“ "

afar fróðlegt.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Deloitte með lægsta tilboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkjabandalag Íslands og Noregs afar áhugavert.

Ég hlusta lítið sem ekki neitt á Ríkisútvarpið, því hefur þetta farið fram hjá mér, en sannarlega er bandalag Íslendinga og Norðmanna afar áhugavert.

Sameiginlegir hagsmunir um fiskveiðar í Norður Atlandshafi sem og auðlindanýtingu almennt, hljóta að vera samferða hjá þessum tveimur þjóðum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þverrandi áhugi á ríkjabandalagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þróun hins íslenska viðskiptaumhverfis eru mistök stjórnmálamanna, hér á landi.

Þegar uppbygging eins þjóðfélags er innan þess regluverks að samkeppni verði að einokun tveggja viðskiptablokka, sem ráða verðum á markaði, í einu, þrjú hundruð þúsund manna samfélagi þá er þar á ferð óheilbrigð markaðsþróun sem telja verður til einokunar því miður.

Þrjú hundruð þúsund manna samfélag telst heldur ekki markaður á alþjóðlega vísu í raun, en þess þá heldur skyldu menn hafa vandað skilyrði markaðsþróunar í einu landi.

Það var ekki gert, og hin frjálsa samkeppni varð auðvitað að frumskógarlögmálum millum fárra aðila, því fer sem fer þegar hrun verður og menn hafa mátt meðtaka alþjóðlegt hrun á sambraski allra handa innanlands og utan sem ekki skilar hagnaði sem skyldi þegar harðnar á dalnum.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Hagar í gjörgæslu Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnám verðtryggingar er forsenda trúverðugleika á íslenzku krónuna.

Verðtrygging fjárskuldbindinga er eins og rússnesk rúlletta, sem sjálfkrafa veldur því að eitt hagkerfi á sér ekki viðreisnar von með slíkt fyrirkomulag í farteskinu.

Það er með ólíkindum að ráðandi aðilar við stjórnvölinn skuli ekki enn hafa eygt sýn að það hið sama.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vantrú á krónunni skýrir helst hve veik hún er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband