Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Matvælaöryggi, og framleiðsluaðferðir.

Það er af hinu góða að Matvælastofnun fræði um þessa þætti er salmonellusýking orsakar, og að öllum líkindum hlutverk þeirrar hinnar sömu stofnunar.

Ég hefi hins vegar löngum gagnrýnt einhliða áhorf verksmiðjuframleiðslu í landbúnaði hér á landi, þar sem stærðarhagkvæmnin ein og sér hefur verið mælikvarðinn, í stað þess að smærri einingar fengju að þróast samhliða stærri í landbúnaði.

Ef hluti framleiðslu færi fram í smærri einingum er mun auðveldara að einangra hvers konar sýkingar, en einangrun framleiðslu í stórum stíl, kann að valda miklum tilkostnaði allra hlutaðeigandi.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Fræðslufundur um salmonellu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færum Ísland af hrávinnslustiginu til fullvinnslu hágæðamatvæla.

Atvinnustefnumótun stjórnvalda í landinu undanfarna áratugi í sjávarútvegi hér á landi hefur kostað þjóðina mikið og það atriði eitt að flytja út óunnin verðmæti í formi fiskjar úr sjó í gámum, hefur hentað þeim örfáu sem setið hafa sem handhafar aflaheimilda hér á landi.

Einungis saltaður fiskur er meira verðmæti heldur óunninn fiskur, það hafa menn vitað gegnum árin og vita enn. Raunin er sú að það hefur engin heil brú verið í því skipulagi að flytja verðmætasköpun ásamt atvinnutækifærum úr landi , með því móti sem hið arfavitlausa kvótakerfi hefur áorkað.

Við eigum alla þá þekkingu hér til staðar til þess að fullvinna hágæða matvæli úr hafinu, og það er engin spurning að ef við viljum að raunveruleg verðmæti sitji eftir í okkar landi þá þarf að þróa atvinnuvegi að því marki.

kv.Guðrún María.


Loðnar reglur án landamæra og lítið eftirlit, skrifast á ábyrgð Evrópusambandsins.

Það er ekki nóg að setja lög á lög ofan ef engin er eftirfylgnin, og sama á við hvers konar reglugerðarflóð sem menn vaða ef til vill í axlir við að reyna að skilgreina.

Því miður er hér um að ræða einkenni vestrænna samfélaga þar sem forsjárhyggjan hefur tröllriðið húsum undir formerkjum " frelsis án landamæra " .

Þegar svo er komið að reglugerðarfarganið er svo mikið að það sérfræðinga þarf til þess að komast í gegn um það þá er tími til kominn að hægja á ferð, því slikt getur aldrei eðli máls samkvæmt þjónað nema þeim tilgangi einum að viðhalda skriffinsku og yfirstjórnunarkostnaði.

kv.Guðrún María.


mbl.is Undirbúa nýtt regluverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ungt fólk í Frjálslynda flokknum mun erfa landið.

Mjög gott mál að sjá menn fara af stað með vinnuhóp í stjórnmálum og tek hattinn ofan fyrir ungum Frjálslyndum í þessu efni.

 

Af xf.is."

Vinnuhópur ungra frjálslyndra – Taktu þátt

Næstkomandi þriðjudagskvöld, 24. febrúar, klukkan 20:00 verður fyrsti vinnufundur ungra frjálslyndra haldinn.

Er markmiðið að setja á laggirnar skemmtilegan vinnuhóp fyrir næstkomandi kosningar.

Vinnuhópurinn er opinn öllum, ungum sem öldnum.

Fundurinn er haldinn í Skúlatúni 4, II. hæð. "

 

 

kv.Guðrún María.


Óþarfa bruðl ?

Ég get nú ekki alveg séð nauðsyn þess að henda fé í nafnabreytingar á þeim tímum sem nú eru uppi, ekki hvað síst ef sameining við aðrar stofnanir kann að vera í farvatninu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Útilokar ekki sameiningu banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falleg sending í tilefni dagsins.

Fékk heimsókn fyrir hádegi, þar sem fjögurra ára frændi minn færði mér blóm í tilefni konudagsins.

Varð auðvitað að taka myndir af þessari fallegu sendingu. 

 

 

RIMG0029

RIMG0038.JPG

kv.Guðrún María.

 


Um daginn og veginn.

Veröldin er full af ýmsu, fagurlega gerðu,

ef að aðeins örlíitið, af tíma þinum verðu.

Til þess að líta kring um þig og sjá það sem að er,

finnur þú að fegurðin, fylgir alltaf þér.

 

Þetta fannst hjá mér í vísnaskúffunni, sem fékk tiltekt aldrei þessu vant.

Raunin er sú að það er eins með það að sjá það fallega í kring um sig og það góða sem hver maður á til að spurningin er einungis að ná því að eygja sýn á hið sama.

kv.Guðrún María.

 


Samvinna um uppbyggingu eins þjóðfélags, er nauðsyn.

Tími einstaklingshyggjunnar er liðinn og tími samvinnu runninn upp þar sem það atriði að vinna að þjóðarhag skyldi sem ofinn þráður gegnum um hvers konar mótun í stjórnmálastefnu einstakra flokka sem bjóða fram til þings þessu sinni.

Við þurfum ekki baráttu um völd , þar sem skeggklippingar eru aðalatriði, né heldur skotgrafir þeirra sem sitja við valdatauma, við þurfum vilja til samvinnu um uppbyggingu þar sem hægt er að greina mikilvægi aðalatriða frá aukaatriðum.

Þingkosningar eru ekki frjálsíþróttamót þar sem sá sem galar hæst kemur fyrstur í mark, heldur val á fólki sem kann að vinna úr hinum ýmsu stéttum vors þjóðfélags.

kv.Guðrún María.


Vantar í tilkynninguna hverjir eiga þennan banka og stjórna honum.

Hverjir eiga MP banka og hverjir eru stjórnendur ?

Það vantar alveg meðferðis í þessa tilkynningu að mínu viti.

Jafnframt væri ekki úr vegi að fá að vita í hverju helstu viðfangsefni væru fólgin, varðandi fjáumsýsluverkefni, þ.e hvers eðlis aðallega ?

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Hagnaður MP banka 860 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða menn þess umkomnir að endurskoða aðferðafræðina ?

Á tímum hins meinta góðæris, þar sem hluti þjóðarinnar tók þátt í ævintýralegum markaðsdansleik, var láglaunastefna á almennum vinnumarkaði ríkjandi, sem og afar hátt hlutfall skattöku af hálfu hins opinbera, af þeim hinum sömu lágu launum sem samið hafði verið um á vinnumarkaði.

Ríkisumsvif minnkuðu hins vegar ekki í hinu meinta góðæri eins og ætla mætti að stefnt skyldi að heldur voru nær 50%.  ´Stjórnvöld þess tíma virtust ekki geta útfært verkefni hins opinbera í hendur einstaklinga á hinum ýmsu sviðum samfélagsins þrátt fyrir að einkavæða fjármálafyrirtæki landsins.

Gjörsamlega ómögulegt virtist að framkvæma nauðsynlega endurskoðun og umbætur í ýmsum meingölluðum lögum eins og almannatryggingalöggjöfinni á sínum tíma. Ráð og nefndir og alls konar handapatalausnir til að stoppa í götin kostuðu fjármuni.

Sama má segja um það atriði að sleppa því alveg að aðlaga lagalega aðkomu lífeyrissjóða að fjármálalífinu varðandi það furðulega atriði að verkalýðsfélög skipi að sjálfdæmi í stjórnir sjóðanna sem síðan takið þátt í fjárfestingum í atvinnulífinu.

Fámennisþjóðfélag gerir það að verkum að menn geri ríkari kröfur til þess hver er vanhæfur til ákvarðanatöku og hver ekki og hvarvetna skyldi það upp á borð, þar sem hagsmunir kunna að skarast.

Stærsta þjóðhagslega verðmætasóunin átti sér stað varðandi braskinnleiðingu í fiskveiðistjórn sem var eins og brenna skattfé landsmanna í raun, þar sem landsbyggðin mátti lúta upptöku atvinnu og eigna, en landsmenn allir taka þátt í því tvisvar að borga samfélagsþjónstu per mann, sem hent var á haugana um land allt, en endurbyggð annars staðar.

Það er því afar margt sem þarf að endurskoða við uppbyggingu úr hruni eins efnahagskerfis.

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband