Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Vanvirðing við þjóðina og gildandi stjórnarskrá í landinu.

Það atriði að heimta að bráðabirgðastarfsstjórn komi að stjórnarskrárbreytingum er fásinna hreint og beint og að mínu viti vanvirðing við lýðræðið.

Þetta eru Evrópusamtökin eigi að síður að leggja til, í þessari áskorun, þ.e. að bráðabirgðastarfsstjórn rjúki í breytingar á stjórnarskránni sem hljóma saman við stefnu Samfylkingarinnar í þessu efni.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Evrópusamtökin vilja stjórnarskrárbreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einungis flokkshagsmunir Samfylkingar að sjá má, verður mótmælt áfram ?

Þessi tíu liða aðgerðaáætlun segir ekki mikið annað en það að Samfylking ætli að reyna að slá um sig með fagurgala í þágu eiginflokkshagsmuna til að halda stólum eftir kosningar að sjá má.

Mér er ekki mögulegt að sjá nokkuð afgerandi í þessu er hefur með atvinnulífið í landinu að gera, annað en loðnar viljayfirlýsingar.

því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Samfylkingin setti tíu skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótabraskkerfi mjólkuriðnaðar og sjávarútvegs skyldi heyra sögunni til hér á landi.

Kaup og sala á framleiðslurétti þýðir umsýslubrask og kostnað sem hvorki skilar sér til framleiðanda eða neytanda þegar upp er staðið, einkum og sér í lagi þegar litið er til þess að við búum jú í þrjú hundruð þúsund manna samfélagi Íslendingar.

Þrjú hundruð þúsund manna samfélag telst nefnilega ekki markaður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Enn lækkar verð mjólkurkvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnun fiskveiða hér á landi á sér engin fordæmi í víðri veröld.

Línu og handfærabátur á ólöglegum fiskveiðum á skyndilokunarsvæði, .........

Vita menn að lína og handfæri munu aldrei ógna fiskistofnum sjávar ?

Stjórnun fiskveiða og umbreyting á því hinu sama kerfi sem ríkt hefur hér er stærsta málið til framtíðar fyrir íslenzka þjóð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Staðinn að ólöglegum veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfhæfa stjórn fram að kosningum eins og skot.

Allir kjörnir flokkar á Alþingi Íslendinga hafa það hlutverk á herðum að koma að því máli að mynda starfhæfa ríkisstjórn fram að kosningum, þar er enginn undanskilinn.

Fyrst og fremst er hér um að ræða tímabundna starfsstjórn sem tekið getur á brýnustu úrlausnarmálum sem um er að ræða og krefjast aðgerða.

Númer eitt, tvö og þrjú, þarf slík stjórn að innihalda vilja til starfa, án tillitis til útkomu í næstu kosningum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Minnihlutastjórn besti kosturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfélagsleg sátt fram að kosningum ???

Verð að játa að ég náði ekki að hlýða á forseta vorn í útvarpinu í dag nema á hlaupum. Tók þó eftir þvi að tíminn sem það tók hann að segja frá hlutverki sínu var ótrúlega langur.

Við lestur þessarar fréttar hér kemur margt upp í hugann, og satt best að segja skil ég ekki hvernig forseta vorum kemur til hugar að ræða um samfélagslega sátt varðandi bráðabirgðastjórnarmyndunn fram að kosningum.

Það gefur augaleið gjörsamlega ómögulegt mun verða að skapa einhverja sátt fyrr en kosið hefur verið og nýtt þing endurnýjað umboð sitt.

Af öllum tímum þá er hér og nú sannarlega ekki rétti tíminn til þess að útvíkka eða umbreyta forsetaembættinu sérstaklega við það hlutverk að afhenda umboð til stjórnarmyndunar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skapa þarf samfélagslegan frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taflborð stjórnmálanna hér á landi og ríkisstjórnin.

Auðvitað er það æði hjákátlegt að sjá viðskiptaráðherra segja af sér, skömmu eftir að forsætisráðherra hafði tilkynnt vilja sinn um kosningar í landinu í maí næstkomandi.

Raunin er sú að virðist að helsta röksemd þess að flokkar við stjórnvölinn hafi mikinn meirihluta á þingi og þannig tilstyrk, kunni ef til vill að hafa snúist í öndverðu sína vegna þess hve ólíkir flokkarnir tveir eru.

Frá upphafi ríkisstjórnarsamstarfssins hafa ráðherrar Samfylkingar æ ofan í æ talað gegn ráðherrum hins stjórnarflokksins Sjálfstæðisflokks, í hverju máli á fætur öðru sem sá hinn sami hefur látið sér lynda eins og ekkert væri.

Þurfi ráðherrar að tala sitt í hvora átt endurtekið, þýðir það ekki stefnu að sama marki, alveg sama um hvaða mál er að ræða.

Efnahagslegt hrun í einu landi hefði átt undir eðlilegum kringumstæðum að kalla á algjöra samstöðu flokka við stjórnvölinn, um öll mál hverju nafni sem þau nefnast en því miður hefur því ekki verið til að dreifa, heldur hefur glundroði og ákvarðanafælni einkennt um of ýmis viðbrögð við aðstæðum þessum.

Stjórnvöld máttu gera sér grein fyrir því í október að kalla þyrfti til þjóðstjórnar strax, til þess að dreifa valdinu svo mest sem verða mætti. Það var ekki gert.

Sú staða sem nú er uppi er afleiðing af ákvarðanafælni leiðtoga í stjórnmálum sem hefur því miður aukist hin siðari ár hér á landi.

kv.Guðrún María.

 

 


Vinstri Grænir geta ekki leikið tveimur skjöldum lengi.

Tækifærisdans VG hefur verið all sýnilegur því miður varðandi aðkomu að þessum mótmælum, þar sem flokkurinn hefur reynt að slá sig til riddara sannleikans hins eina..... hafandi tekið þátt í því að samþykkja til dæmis kvótakerfi sjávarútvegs kjörtímabil eftir kjörtímabil á Alþingi.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Segir þingmenn VG hafa veist að lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihluti andvígur ESB, í Frjálslynda flokknum.

Fyrir mína parta er þessi niðurstaða afskaplega ánægjuleg og kemur heim og saman við þá tilfinningu sem ég taldi mig hafa fyrir vilja flokksmanna í þessu efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Frjálslyndir hafna ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur munu koma Íslandi út úr ógöngunum.

Þótt karlmenn hafi staðið sem fastast bak við eldavél stjórnmálanna er ekkert sem segir að því hinu sama megi ekki breyta í einu vetfangi.

Vilji er allt sem þarf.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mun fleiri karlar en konur í áhrifastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband