Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Valdið er vandmeðfarið.

Svo fremi að frásögn konu sem segir sig hafa verið beitta ofbeldi við þvagsýnatöku hjá lögreglu á Selfossi er rétt, varðandi það atriði að aðstoð heilbrigðisstarfsmanna við uppsetingu þvagleggs til öflunar sönnunargagna með lögreglu, er hér eitthvað á ferð sem ég hefi ekki heyrt um áður hér á landi. Mér er ekki kunnugt um það að heilbrigðisstarfsmenn séu almennt í vinnu við öflun slíkra sönnunargagna og tel slíkt verulega á gráu svæði siðareglna sem læknar og hjúkrunarfræðingar eiga að fara eftir, og þessar tvær stéttir lúta mér best vitanlega ekki valdi sýslumanna eða lögreglu sérstaklega til öflunar sönnunargagna um meint lagabrot hvers konar. Að öllum líkindum er hér á ferð mál sem þarf að skoða ofan í kjölinn með tilliti til samræmingar aðferða á landsvisu öllum til hagsbóta.

kv.gmaria.


Bæjarstjóri Vestmannaeyja býður þingmanni Frjálslynda flokksins aðgang að upplýsingum um Bakkafjöruhöfn.

Bæjarstjóri Vestmannabæjar datt í þann pytt að munnhöggvast út af ummælum kjörins þingmanns Sunnlendinga Grétars Mar Jónssonar, um hafnargerð við Bakkafjöru, bæjarstjórinn er Sjálfstæðismaður og þeim hefur oftast verið einkar uppsigað við Frjálslynda flokkinn nú sem áður. Bæjarstjórinn hefur nú boðið kjörnum þingmanni Frjálslynda flokksins aðgang að upplýsingum sem , Vestmannaeyjabær hefur um hafnargerð við Bakkafjöru í Landeyjum og því ber að fagna í ljósi þess að enn hefur Frjálslyndi flokkurinn ekki mann í bæjarstjórn Vestmannaeyja en það mun án efa breytast er fram liða tímar.

kv.gmaria.


Jón Steinar og Ólafur Börkur segja það ekki Hæstaréttar að meta hæfi dómara við réttinn.

Tveir dómarar skila séráliti varðandi mat á vali umsækjenda í Hæstarétt, dómarar sem hvað mest hefur verið hamast í hvað varðar meinta " pólítíska " ráðningu í réttinn. Hvað skyldu menn segja nú varðandi þau mál ?

kv.gmaria.


mbl.is Þrír hæfastir í Hæstarétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veröld fíkniefnanna, foreldrar verið á verði.

Hér á landi er til veröld fíkniefna, þar sem ákveðið mynstur þrífst kringum fíkla í neyslu. Mynstur sem er mjög sýnilegt þeim er eitthvað þekkja til mála. Sjúkur fíkill hugsar ekki um annað en að útvega sér efni til neyslu og fjármögnun fer út í það að borga með flestu sem telst einhvers virði þar til allt er farið sem viðkomandi hefur yfir að ráða. Þegar svo er komið er fíkillinn móttækilegur sem verkfæri til þess að " vinna " í " markaðsdreifingu " fyrir þróun glæpamennsku þeirrar sem þar er á ferð, glæpamennsku sem fær innspýtingu af því meinta frelsi sem óskráðir gsm símar hafa meðal annars innleitt. Mín skoðun er sú að ekki eigi að skrá síma nema með birtingu um eiganda í símaskrá. Blekkingaleikurinn kring um fíkniefnaneysluna þrífst á ýmsu svo sem tímaleysi forráðamanna barna til þess að ganga úr skugga um athafnir barna sinna, þar sem hið meinta frelsi kemur aftur við sögu. Er búíð að brjóta brot af álpappír af rúllunni í skápnum á heimili þínu ? Ef svo er hvert fór það brot og hver tók það ? Samhliða hverfur kanski tóm plastflaska sem útbúin hefur verið til hassreykinga. Eru litlir upprúllaðir pappírsbútar eitthvað sem finna má ? Ef svo er þá kann svo að vera að neysla á amfetamíni í duftformi hafi farið fram. Ég hvet foreldra til að fylgjast með sínum börnum svo mest sem verða má svo mögulega sé hægt að grípa inn í ferli sem fyrst ef börn leiðast í neyslu fíkniefna.

kv.gmaria.


Frjálslyndi flokkurinn hefur varað við ágöllum fiskveiðistjórnar á Íslandi, sem komnar eru á daginn.

Hrun þorskstofna við landið er engin tilviljun og á sér skýringar í aðferðafræðinni sem stjórnvöld hafa ákveðið að viðhafa með núverandi kerfi fiskveiða, sem inniheldur hvata að brottkasti fiskjar sem veiddur er úr sæ og aldrei kemur fram í lönduðum afla á land og hinar ýmsu útgerðir hafa iðkað í mismiklum mæli frá upptöku þessa kerfis. Málamyndahagræðing í formi þess að leyfa framsal aflaheimilda millum útgerðarmanna hefur orsakað hrun byggða allt í kring um landið með alls konar mismunum millum þegnanna og óhagkvæmni notkunar skattpeninga á heildina litið, þar sem framsalshafar hafa ekki þurft að greiða gjald fyrir umsýsluna en skattborgarar mátt taka tollinn af afleiðingunum alveg sama hvar viðkomandi býr á landinu. Rannsóknir á lífríki sjávar hafa engar verið og allsendis ekki i samræmi við það að Íslendingar hafi afkomu sína af fiskveiðum, því fer fjarri. Samsetning fiskiskipastólsins með tilliti til afkastagetu og áhrifa á lífríki sjávar hefur heldur ekkert verið rannsakað og áhorf á stærri og stærri einingar alveg sama hver aðferðafræði við veiðar er verið sú þróun sem verið hefur. Fyrir löngu síðan hefur það verið tímabært að finna fótum sínum forráð í þessu efni og aðgæta uppbyggingu fiskistofna við landið og aðferðafræði alla en menn hafa daufheyst við ábendingum því miður og skammtímhagkvæmnisaðferðir sem bíta í skottið á sér verið viðhafðar. Mál er að linni.

kv.gmaria.


Framsóknarflokknum kennt um allt sem miður hefur farið, sem minnihlutaflokki í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

Það er nokkuð sérstakt að fylgjast með því þegar menn eru að flokka þá sem bera ábyrgð i stjórnmálum þessa lands í ljósi vægis atkvæða til handa flokkum. Framsóknarflokkurinn hefur fengið sinn skell sem samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins með langri setu í ríkisstjórn en Sjálfstæðisflokkurinn siglir lygnan sjó og heldur fylgi í kosningum. Að öllum líkindum má þakka það núverandi samstarfsflokki Samfylkingu sem hefur meira og minna beint sjónum sínum að Framsóknarflokknum hvað varðar pólítíska gagnrýni á stjórnvöld kanski með það að markmiði að komast til valdasetu með Sjálfstæðismönnum sem nú er raunin, hver veit ? Þótt um margt megi deila á margt verður Framsóknarflokkurinn ekki einn dreginn til ábyrgðar fyrir allt sem miður hefur farið og léleg stjórnarandstaða Samfylkingar hluti af andvaraleysi lýðræðis almennt ekki hvað síst varðandi skoðanaleysi á kerfi fiskveiðistjórnunar hér á landi þar sem við Frjálslyndir höfum nær einir borið fram hugmyndir um breytingar í því efni frá stofnun Frjálslynda flokksins.

kv.gmaria.


Veit Samfylkingin hvert hún stefnir í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk ?

Þá fáu mánuði sem Samfylking hefur velgt stóla í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum hafa stjórnvaldsaðgerðir hvers konar minnt að nokkru leyti á stefnuleysi flokksins í stjórnarandstöðu , kjörtimabilið á undan þar sem skoðanaleysi einkenndi um of alla þáttöku í pólítík. Birtingamyndir núna eru þær að ráðherrar flokksins tala út og suður vilja hitt og þetta, sitt á hvað þar sem eitt ráðuneyti rekst á annars horn. Samstarfsflokkurinn virðist samsama sig þessu sem á einföldu íslensku máli kallast tækifærismennska, ótrúlega vel . Afleiðingin er hins vegar sú að almenningur í landinu veit ekki hvað stjórnvöld vilja sem er slæmt mál.

kv.gmaria.


Ég um mig frá mér til mín, alla daga yfir skín... hvar er samfélagsvitundin ?

Einstaklingshyggjan er víst nokkur hluti af nútíma þjóðfélagi og það atriði að horfa á sjálfan sig sem hluta af heildarhagsmunum samfélagsins með vitund sem slíka meðferðis er ekki í tízku eða hvað ? Þar sem ég hef gaman af því að deila á samtímann velti ég þessu upp og spyr hvað margir eru að spekúlera í öðru en eiginhagsmunum eingöngu alla daga árið um kring ? Auðvitað er þar um undantekningar að ræða , það skal tekið fram sem betur fer.

kv.gmaria.


Það þarf að hækka skattleysismörkin og slík aðgerð yrði innlegg í kjarasamninga á vinnumarkaði framundan.

Það er langt í frá nokkur heil brú í því að hið opinbera sé að innheimta staðgreiðsluskatta af launaupphæðum sem fólk lifir ekki af fyrir fulla vinnu á vinnumarkaði sem nemur þeirri prósentu sem enn er í kortum valdhafa. Gjörsamlega út í hött. Lækkun matarskatta hefur étið sig sjálfa upp eins og mönnum var margsinnis bent á varðandi þá hina sömu aðgerð á sínum tíma. Þessar afar óskilvirku skammtíma handapataaðgerðir í skattkerfinu hafa illa eða ekki þjónað tilgangi sínum hér á landi. Ég held að stjórnmálamenn við stjórnvölinn þyrftu allsherjar fræðslu um nýtingu skattkerfisins sem stjórntækis í þágu hagsmuna heildarinnar þar sem raunhæfar aðgerðir er skila almenningi ágóða væru hugsanlega í kortunum. 

kv.gmaria.


Kanski taka Vestmannaeyingar að sér rannsóknir á áhrifum botnveiðarfæra á lífríki sjávar, hver veit ?

Það verður mjög fróðlegt að vita hvað þeir er sitja við stjórnvölinn í Eyjum vilja týna fram sem mótvægisaðgerðir við skerðingu í þorskkvóta á komandi fiskveiðiári en það  er brýnt að rannsaka hafsbotninn og áhrif veiðarfæra á lífríkið og hver veit nema þeim detti það í hug ? Ef til vill verður horft á Bakkafjöruferju sem tengingu við atvinnusvæði uppi á landi þar sem tvöföldun Suðurlandsvegar verður talin fram sem tenging til höfuðborgar. Ef til vill verður áherslan á ferðamannaútgerð í formi aukinna flugsamgangna , kemur í ljós.

kv.gmaria.


mbl.is Vestmannaeyjabær kynnir hugmyndir um mótvægisaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband