Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Sofandaháttur núverandi ríkisstjórnarflokka.

Eftir dúk og disk er farið að vinna í því að efla samkeppniseftirlit en ekki fyrr en stjórnin tók ákvörðun um að lækka virðisaukaskatt rétt fyrir kosningar . Hvað var um að vera allt kjörtímabilið síðustu fjögur ár ? Málamyndagangurinn er algör, og sýndarmennskan um skattalækkun rétt fyrir kosningar eitthvað sem sem valdhöfum finnst boðlegt fyrir skattpýndan almenning í landinu . Hér hefur verið búið til viðskiptaumhverfi einokunarrisa  í hverjum geira á fætur öðrum undir formerkjum frelsis sem ekkert er. Einokunarrisa sem annað hvort heita bankar með samráð um verðtryggingu og vexti eða olíufélaga með verðlagningu, matvörukeðja með rándýrar búðir og ódýrar á sömu hendi. Örfárra eigenda heimilda til veiða á fiski og framleiðslu landbúnaðar í anda gömlu ráðstjórnarríkjanna um hin fullkomna verksmiðjubúskap þar sem launamaðurinn uppsker lítið úr bítum nema skattlagningu og þjónustugjaldagreiðslur til hins opinbera sem telur sig hluta af þáttakanda á markaðsdansleiknum að virðist. Hópar fólks verða að leiguliðum , og skólaliðum, sjúkraliðum og liðum alls konar til að liða þjóðfélagið sundur í einingar stéttskiptingar ofurlauna og launa sem illa eða ekki nægja til framfærslu. Árangurinn er enginn enda markaðsvæðing 300 þús manna samfélags að hluta til draumsýn sem í upphafi mátti endir skoða samkvæmt því skipulagi sem núverandi stjórnvöld lögðu upp með .

kv.gmaria.


Hve miklum skattekjum hefur kvótakerfið skilað þjóðarbúinu ?

Ég lýsi hér með eftir upplýsingum um hve miklar skattekjur hafa runnið til ríkisins frá því að útgerð hér á landi var heimilt að framselja og leigja frá sér aflaheimildir með lagaheimild frá Alþingi fyrir 15 árum uþb. ? Hver er hagnaður hins opinbera af framkvæmd þessarri ? Almenningur í landinu á heimtingu á að vita þessi annars einföldu atriði . Hvað kostar að gera fjölda manna atvinnulausan úti á landi í sjávarþorpum ? Hvað kostar að gera eignir sem lánað hefur verið út á af opinberum sjóðum sem eignarhúsnæði verðlausar á einni nóttu ? Hvað kostar að henda nýbyggðum mannvirkjum í formi skóla og heilsugæslu fyrir íbúa og landsfjórðungssjúkrahúsum sem ónýttum ?

Mig vantar svör.

kv.gmaria.


Hið götótta velferðarkerfi Íslendinga.

Háleit markmið er að finna í lögum um þjónustu hins opinbera ýmis konar en þegar kemur að framkvæmdinni víða vill málið vandast og það atriði að nægilegir fjármunir séu fyrir hendi til þess að uppfylla laganna hljóðan er allsendis ekkert víst. Kostnaðarþáttaka sjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu hefur stóraukist í tíð núverandi ríkisstjórnar svo mjög að hluti fólks hefur ekki efni á því sem þar er lagt gjald á í raun. Hluti heilsufars hér á landi tannlækningar teljast hér ekki kapítuli sem flokkast undir mannslíkamann að virðist frekar en augnlækningar hvað varðar niðurgreiðslu sem sjúkdómar. Eitt af mörgu stórfurðulegu sem hið háa Alþingi hefur ekki fengið þokað í áraraðir. Svo er það skattkerfið sem líkja mætti við þrælagaleiðu þar sem láglaunafólk og bótaþegar verða sjálfkrafa að galeiðuþrælum skattkerfisins við skattöku af launum sem illa eða ekki nægja til framfærslu ellegar bótum sem skerðast þegar fólk reynir að vinna sér til hagsbóta með skertri starfsorku. Þvílík og önnur eins della hefur ekki verið hér við lýði lengi á Íslandi .

kv.gmaria.


Stöndum með Steinunni, áskorun á yfirvöld að finna lausnir.

Ég skora á bæjarstjórn Mosfellsbæjar að finna nú þegar lausnir til handa Steinunni Jakobsdóttur sem á við fötlun að stríða eftir heilablóðfall en hún er án húsnæðis þann 1.mars næstkomandi. Það er nægilegt fyrir unga konu að berjast , við þær hömlur sem þetta áfalll hefur orsakað þótt sú hin sama þurfi ekki einnig að ganga á veggi kerfisins. Hún hefur með ótrúlegri seiglu barist til þess að bjarga sér sem best hún getur en þá á fólk ekki þurfa að ganga á veggi sem slíka. Lausnir eru án efa til ef menn leggjast á eitt , öðru trúi ég ekki.

kv.gmaria. 


Bændasamtökin móta siðferðisvitund samfélagsins.

Það er nú aldeilis fínt að einhver samtök í landinu gangi fram fyrir skjöldu og segi hingað og ekki lengra , finnst ykkur það ekki ? Sé ekki betur en hver um annan þveran fagni þessari afstöðu bænda í landinu og þeirra var ákvörðunin ekki annarra. Það er hins vegar ekki of venjulegt að einhver þori að taka af skarið í nútíma þjóðfélagi markaðshyggju hvað varðar það að segja af eða á um eitt eða annað. Menn þvarga og þrefa um svart og hvítt öfganna á milli en enginn verður niðurstaðan. Einhverjir telja frelsið hið guðdómlega heft ef við leyfum ekki klámframleiðendum að hittast hér á landi aðrir telja frelsið of mikið þannig að frelsið setji stimpil á þjóðina sem henni líkar ekki. Sjálf tel ég að tjáningarfrelsið sem þessi þjóð á hafi fengið notið sín og út frá því hafi menn myndað sér skoðun og ákvarðanir og því ber að fagna.

kv.gmaria.


Öfgaforræðishyggja VG , "kynskipting í stjórnarskrá "........

Vinstri hreyfingin grænt framboð lætur ekki að sér hæða eða hvað í forsjárhyggjuhugmyndum ? Það nýjasta er að setja í stjórnarskrá jafnrétti , halelúja. Vita menn ekki að fólk vill heldur láta vísa sér leiðina en að reka sig áfram ? Hvað næst á að leiða bannfæringu miðalda í lög ? Þessi óhóflega árátta þess efnis að leiða alla skapaða hluti í lög um það sem menn eiga að gera og það sem menn eiga ekki að gera, er fyrir löngu síðan gengin sér til húðar og sérkennilegt að menn komi ekki auga á það sjálfir. Nægilega forsjárhyggju er að finna í lögum og lagasetningu núverandi ríkisstjórnaflokka á hinum ýmsu stöðum þótt ekki komi þar við sögu hugmyndir um enn frekara framhald á slíku. Mun þarfara væri fyrir stjórnarandstöðuflokk eins og VG að rýna í þá hina sömu lagasetningu með tilliti til þess hvort hugsanlega væri hægt að minnka eitthvað agnar ögn af því hinu sama bákni sem þar er til staðar. Tilraunir VG til þess að skilgreina sig sem flokk isma allra handa þar með talið femíni hefur nú bitið í skottið á sér í formi öfga í formi lagasetningar.

kv.gmaria.


Ábyrgð foreldra og fíkniefnavandinn, úrræði kerfisins og úrræðaleysi.

Afleiðingar þess að glæpamennska viðgengst í voru þjóðfélagi þess efnis að hér ganga sölumenn ljósum logum seljandi börnum fíkniefni frá fermingu, er vandi, víðfeðmur vandi þar sem hluti þeirra ungmenna er ánetjast þessarri glæpamennsku lendir sem eitt stykki  "vandamál " til úrlausnar , foreldra og kerfis þess sem til staðar er til þess að taka á þessum vandamálum. Meðferð barna meðan einstaklingur er skilgreindur sem barn er EKKI fyrir hendi sem heilbrigðisúrræði á Íslandi , nema annar vandi meðferðis sé einnig kominn til sögu og þá ef til vill sem geðrænn kvilli sem oftar en ekki kann að koma til sögu í því ferli. Meðferðir svokallaðar eru því einungis í boði sem félagslegt úrræði á vegum Barnaverndarstofu og barnaverndaryfirvalda, að því undanskildu að SÁÁ tekur unglinga í meðferð en EKKI í samstarfi við Barnaverndaryfirvöld og þær meðferðir eru háðar vilja einstaklingsins/barnsins , líkt og önnur meðferðarúrræði barnaverndarstofu. Barn getur því útskrifað sig út úr slíkum meðferðum eins og viðkomandi kann að detta í hug, alveg sama hver vilji foreldra er. Aðeins eitt meðferðarheimili á Íslandi sveitaheimili með fremur fá pláss er LOKAÐ ÚRRÆÐI á vegum Barnaverndarstofu sem ekki annar biðlistum. Neyðarvistun ungmenna í kjölfar vandræða tengdri fíkniefnaneyslu þeirra hinna sömu og aðkomu barnaverndaryfirvalda í því efni er á Stuðlum sem þjónar þeim tilgangi að þar taki við framhald á komu einstaklings að því loknu.

Á því hinu sama eru verulegar brotalamir því eins og áður sagði tekur ekkert endilega við því hugsanlega eru ekki pláss til staðar að því loknu, og reynsla foreldra þess efnis að taka í taumana og kallla til lögreglu og barnaverndaryfirvöld til þess að eitthvað þokist í málum einstaklings sem er barn kann hugsanlega að þýða endurtekningu hring eftir hring þar sem hundurinn liggur grafinn í því að skortur á nægilega miklu magni af úrræðum veltur aftur á skorti á peningum í þessi mál.

Starfsmenn á Stuðlum eru frábærir og sinna sínu starfi vel og það er ekki við þá að sakast það skal tekið fram en það skortir lokaðar stofnanir sem taka á vanda ungmenna meðan ungmenni teljast börn til þess að neysla fíkniefna og það atriði að ánetjast þeim verði litið þeim augum að kerfið grípi í taumana með foreldrum en segi ekki hér eru stofnanir sem þú ræður hvort þú vilt vera á að fara af.

Meðan börn eru börn er barnavernd þess eðlis að foreldrar bera ábyrgð og stofnanir þurfa að standa þá ábyrgð með foreldrum og nógu mikið magn lokaðra stofana til þess að kippa börnum alfarið út úr þessum vanda, nógu langan tíma, er það sem skortir.

Magn í samræmi við þörf og fjármunum þarf að verja til þess hins arna meðan ekki tekst að uppræta vandamál þess að glæpamenn gangi lausir til þess að selja börnum fíkniefni.

kv.gmaria.


Skilgreinda markmiðaflóðið.

Allt í einu lærðist oss,

að skilgreina.

Skilgreina og skilgreina,

flóðið vorra markmiða

er flýtur yfir oss.

Ó hve slíkt er dýrlegt hnoss,

skilgreind markmið, eins og foss.

flýtur yfir oss í kross.

 

Skilgreind er vor hamingjan,

afmörkuð er ánægjan.

í tölu samhengi.

Umhyggja í prósentum.

afmarkast af laununum,

er mæla hagvöxtinn.

 

Hagvöxtur til framtíðar,

hugmyndir til sparnaðar,

háleitt markmið sett á blað.

Sparnaðurinn sparar ei,

spekinganna bortnar fley,

auður ekki vex.

 

kv.gmaria.

 

 


Hið íslenzka fiskveiðistjórnunarkerfi er EKKI umhverfisvænt.

Sá hér áðan á bloggi ummæli er nýskipaður forstjóri Umhverfisstofnunar hefur látið frá sér fara þess efnis að fiskveiðistjórnunarkerfið íslenzka sé "umhverfisvænt" , en þessi stofnun heyrir undir núverandi ráðherra Framsóknarflokksins sem varið hefur hið hundómögulega kvótakerfi þrátt fyrir það atriði að sérstaka nefnd hafi þurft að skipa til þess að skoða brottkast fiskjar þótt það hafi ekki verið gert fyrr en myndir náðust af brottkastinu eins vitlaust og það er. Og hvað þá 5% meðafli var leyfður sökum þess að þarna var um vandamál að ræða og verulega sóun á verðmætum ljóslega. Það mætti nefna tuga annarra röksemda gegn því að það sé umhverfisvænt svo sem oliueyðlsu fiskiskipaflotans, tilfærslu íbúa vegna kerfisins og verðmætasóun gífurlega þar að lútandi, skort á uppbyggingu fiskistofna .... osfrv....................................

.Slík ummæli eru því einhver mestu öfugmæli sem fyrirfinna má.

kv.gmaria.


Hver verður handhafi auglýsingaverðlauna fyrir þessar kosningar ?

Eftir síðustu þingkosningar lenti Framsóknarflokkurinn sem verðlaunahafi í auglýsingakapphlaupinu, hver skyldi það verða núna ? Án ef einhver sem hefur nægu fjármagni úr að spila því eitthvað kostar slíkt tilstand ekki satt ? Mjög fróðlegt verður að fylgjast með hverja ímynd hinir ýmsu postular stjórnmála í landinu koma til með að birta okkur á komandi misserum í formi auglýsingaskrums. Við megum ekki sofna á verðinum og telja saman magn auglýsinga og peninga í púkkið.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband