Hinn alíslenzki pólítíski loddaraháttur fer ekki í flokksgreinarálit, og hér er það í boði Samfylkingarinnar.

Voru það ekki Samfylkingarmenn og Vinstri Grænir, sem hrópuðu hæst á torgum yfir pólítískri skipun manna hér og þar ?

Og hvað gera sömu flokkar er setjast sjálfir við valdataumana ?

Jú það er valinn flokksgæðingur til valdasetu sem stjórnarformaður.

Þvílíkt sjónarspil.

 

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Ný stjórn Íslandsbanka skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ekki bara það Guðrún. Þessi Jón var stjórnarformaður fjármálaeftirlitsins FYRIR HRUN og sat í stjórn Seðlabankans FYRIR HRUN. Og mælti SÉRSTAKLEGA fyrir Icesave í auglýsingu Landsbankans í Bretlandi
í apríl 2008.  Þannig að SIÐSPILLING SAMFYLKINGARINNAR ER ALGJÖR!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.12.2009 kl. 00:51

2 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

þessi spilling innan stjórnsýslu okkar virðist aldrei enda þannig að ég er að hugsa um að nota bloggtengilinn minn til að skrifa um íþróttafréttir eða áhugamálin mín þar sem ég sé ekki annað en að það sem ég á eftir ólifað að okkur stefnir í gjaldþrot nema einhverstaðar finnist kraftaverk.

Vissulega trúi ég á kraftaverk en sé þau ekki í augnsýn þess vegna fer ég að íhuga greiðsluleti með tímanum nema ég sjá kraftaverkaljósið skýna.

Íslendingar eru ekki gáfað fólk að láta þessar hörmungar yfir sig þótt ég ásamt mörgum mætum mönnum vöruðu við þessari græðgisvæðingu á sínum tíma.

Nei annars gefst maður aldrei upp og lætur eina og eina stjórnmálagrein fljóta með íþróttafréttunum.

Árelíus Örn Þórðarson, 28.12.2009 kl. 01:08

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Guðmundur, siðvitið fer heldur ekki í flokksgreinarálit og hægt var að hrópa Davíð burt meðan Jón þessi var ekki nefndur...

Já Alli, við tvö höfum sannarlega reynt að benda á hlutina og hamast í því efni um tíma, en pólítíkin er spillingarpyttur valda og togstreitu þar sem þarf að afhjúpa flokkana fet fyrir fet hverju sinni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.12.2009 kl. 01:28

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við getum ekki staðið hjá aðgerðalaus mælirinn er fullur

Sigurður Haraldsson, 28.12.2009 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband