Og hvað ætlar A.S.Í., að gera ?

Það er ekki nóg að senda frá sér yfirlýsingar á yfirlýsingar ofan ef ekkert gerist meira en það.

Auðvitað er það þvílíkur aulagangur að ekki skuli hafa tekist að lægfæra persónuafslátt hér á landi í tvo áratugi, ég endurtek tvo áratugi, þannig að afsátturinn fylgi verðlagsþróun.

Fjögur kjörtímabil, takk fyrir, og ekkert hefur verið að gert i þessu sambandi.

Við launþegar sem tekið höfum laun í jaðarskattahópum höfum fundið fyrir þessum klaufaskap við skipulag mála svo um munar og gerum enn.

Ég hefði nú viljað sjá hótún um uppsögn kjarasamninga í þessari yfirlýsingu, í stað þess að tala um það að meirihluti missi trúverðugleika, sem ég sé ekki að ASÍ eigi að koma nokkuð við.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Stjórnin standi við samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband