Tölulegar upplýsingar um svínaflensu annars vegar og inflúensu hins vegar, takk.

Ég ætla ekki að gera lítið úr því að svínaflensa sé skæð pest en hins vegar hefi ég lesið það í fréttum að fyrir nokkru séu heilbrigðisyfirvöld hætt að greina öll tilvik, og því er það að mínu viti sjálfsögð krafa að tölulegar upplýsingar um hvað séu innlagnir af völdum svínaflensu og hvað venjulegrar flensu sé að finna, varðandi prósentur á gjörgæslu.

Hvað eru það mörg prósent sem leggjast árlega á gjörgæslu í venjulegum inflúensufaraldri ?

Hvað margir eru það sem slík flensa veldur aldurtila ?

Hver er munurinn ?

Eru menn með staðfestar greiningar á svínaflensu annars vegar og inflúensu hins vegar ?

Ég vil sjá tölulegar upplýsingar þessa efnis.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is 20% flensusjúklinga á gjörgæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SeeingRed

Ég líka. Ég vil líka hafa staðfestingu á því ef ég veikist hvort að um svínaflensu sé að ræða og ég þar með orðinn ónæmur og þurfi ekki að taka sénsinn á að bóluefnið umdeilda sé í lagi.

SeeingRed, 24.10.2009 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband