Það er komið nóg af slíkum samráðsfundum, verkin þurfa að tala.

Eðli máls samkvæmt eru mörg heimili þessa lands að sligast, undan greiðslubyrði lána, sem og því atriði að lifa af launum við lúsarmörk sem því til viðbótar eru ofurskattlögð.

Skattleysismörkin hafa nefnilega ekki verið leiðrétt svo nokkru nemi og enn sú hneisa fyrir hendi að menn greiði skatta af launum og lendi þar með undir framfærslumörkum fátæktarskilgreiningar.

Auðvitað er það verkalýðshreyfingar að sjá til þess að semja um laun fyrir fulla vinnu, sem duga til framfærslu fyrir einstakling að lokinni greiðslu skatta, í einu samfélagi, það hefur hins vegar ekki verið raunin í mörg herrans ár á hinum almenna vinnumarkaði alveg sama þótt meint góðæri hefði verið talið ríkja.

Fyrirtæki sum hver hafa einungis ráðið vinnuafl þar sem fólk með lægstu mögulega launataxta er í vinnu, börn og fólk nýkomið til landsins sem ekki er með reynslu á vinnumarkaði.

Um þetta hefur virst ríkja sátt millum verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda og samkrullsfundir þeirra hinna sömu með stjórnvöldum er stjórna landinu er skringilegt fyrirbæri nú eins og oft áður.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 


mbl.is Ræða um greiðsluvanda heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband