Markaðsvæðing stjórnmálaflokka ?

Getur það verið að stjórnmálamenn nútímans séu meira tilbúnir til þess að útþynna stefnu sinna flokka svo það henti betur sem söluvara á markaðstorgi tækifæra til atkvæðaveiða ? Getur stjórnmálaflokkur auglýst sig inn í ríkisstjórn með krafti peninga ? Framsóknarflokkurinn lenti í þeirri neyðarlegu stöðu að standa á palli sem verðlaunahafi í auglýsingaátaki flokksins þar sem honum var meðal annars talið til tekna að hafa komist í stól forsætisráðherra í kjölfarið. Hvilík upphefð ! Samfylkingin er ótrúlega höll undir markaðshyggjuna og dansar þar vangadans við Sjálfstæðisflokkinn að hluta til. Vinstri Grænir róa út á andstöðu gegn vatnafslvirkjunum sem stórkostlegu umhverfismáli þótt ýmislegt annað í umhverfismálum kynni að flokkast ofar en akkúrat andstaða við vatnsaflsvirkjun og orkunýtingu á þann veg.

Einungis Frjálslyndi flokkurinn lætur sig varða matarforðabúr þjóða heims til lengri eða skemmri tíma sem er fiskveiðistjórnun við Íslandsstrendur og vill vinda ofan af þeim stórkostlegu mistökum sem þar hafa átt sér stað í tíð núverandi stjórnvalda.

Hinir flokkarnir hafa endurskoðun þeirra mála ekki í hávegum sem heitið getur , enda markaðssamfélagið tilkomið nákvæmlega á mistökum þeirra hinna sömu flokka við að lögleiða framsal og leigu óveidds fiskjar úr sjó á þurru landi með samþykkt laga á Alþingi.

Þar liggja rætur hinnar gegndarlausu gróðahyggju sem tekið hefur völdin í voru samfélagi og valdið hefur því að Ísland er á góðri leið með að verða borgríki á Reykjanesskaganum sökum atvinnufrelsissviptingar sem aðgerðir við fiskveiðistjórnun í formi kvótabrasks innihéldu og þýddi eignaupptöku hluta landsmanna í raun, og þjóðhagslega verðmætasóun án umhugsunar um afleiðingar þess hins arna til lengri tíma litið.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband