Hirða innflytjendur og framleiðendur lækkun virðisaukaskatts í mars ?

Hin viðtekna venja varðandi hvers konar breytingar hér á landi hingað til , hefur verið sú að oftast hafa launahækkanir á almennum vinnumarkaði ekki fengið notið sín sökum þess að verðhækkanir hafa komið til sögu um leið og skrifað er undir samninga. Núverandi stjórnvöld hafa ákveðið að lækka matarskatta með lækkun virðisaukaskatts sem taka á gildi i mars á næsta ári. Þá bregður svo við að innflytjendur og framleiðendur boða hækkanir um áramótin sem er afar týpiskt tilstand í samræmi við það sem viðgengist hefur áður en breytingin er sú að fulltrúar smásöluverslunar hafa vakið athygli á þessu atriði sem er vel því þeir hinir sömu munu þurfa að standa skil á hækkunum sem þessum þegar á hólminn er komið gagnvart neytendum.

 Forsendur þessarra hækkanna þarf að fá upp á borðið með mati á gildum röksemdum þess efnis hið fyrsta.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband