185 þúsund Íslendingar eiga að greiða fjármagnstekjuskatt, af sparnaði í bönkum !

Ég er ansi hrædd um að sitjandi stjórnvöld þessa lands muni þurfa að svara fyrir eigin aðgerðir í efnahagsmálum einnar þjóðar, innan skamms, þar sem það er nokkuð ljóst að hér er verið að vega að afkomu fjölda þeirra sem hafa til þessa greitt skatta sína og skyldur með góðu móti til samfélagsins, og lagt sparnað til hliðar af tekjum sem áður hefur verið skattskyldur sem nú er endurskattlagður að sjá má.

Til þessa verkefnis er Tryggingastofnun Ríkisins notuð að sjá má, þar sem persónulegur sparnaður á bankareikningum er samkeyrður við Skattayfirvöld, semsagt ef bótaþeginn hefur lagt inn á reikning til að spara, er það honum til tjóns nú skattalega.

úr fréttinni.

"Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 20,2 milljörðum króna og lækkar um 20% milli ára. Greiðendur fjármagnstekjuskatts eru 185.000 og hefur fjöldi þeirra nær tvöfaldast frá fyrra ári. Ástæða fjölgunarinnar er fyrst og fremst sú að nú er fjármálastofnunum gert skylt að senda upplýsingar óumbeðið til skattyfirvalda. "

 Varla er hægt að hugsa sér heimskulegari aðgerðir en þessa sem hlýtur að valda því að eldra fólk hættir að leggja inn á bankareikninga sem og öryrkjar.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Álagning skatta 221,3 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband