Borgarastyrjöld fjárfesta.

Já það er ekkert nýtt undir sólinni og nú talar Vilhjálmur Bjarnason formaður Samtaka fjárfesta um borgarastyrjöld.

Það væri kanski eins gott að menn myndu bara fara fram í styrjöld um peninga og niðurfellingu skulda, það vantar bara að hinn risinn í íslensku efnahagslífi, Baugur hafi verið með óskir um afskriftir skulda einhvers staðar. Björgólfsfeðgar og Bónusfeðgar geta þá gengið á hólm hvern við annan kanski á hestum með prik líkt og Hrói höttur.

Uppgjör sem þetta myndi stórspara kostnað við alls konar dómsmálameðferð án efa.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Varar við borgarastyrjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Vilhjálmur þessi er einn fárra eða einn sem virkilega hefur barist fyrir þessum málum í mörg ár, ár sem svo margir gáfu lítið fyrir skoðanir hans, gáfu helst í skin að hann væri eins og vænissjúk kelling, en það er sko langt í frá.

Enn eru svo margir að samt að styðja við bakið á þessu fólki samanber Hagkaup, Bónus

Jón Snæbjörnsson, 8.7.2009 kl. 13:02

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það er rétt hjá þér Jón.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.7.2009 kl. 03:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband