Ríkisbáknið þarfnast uppskurðar við.

Það er með ólíkindum að stjórnvöld í landinu sem nú heita Samfylking og VG, komi fram með víxlhækkanapakka kaupmáttar og verðlags, sem ráðstöfun hina fyrstu í ríkisfjármálum undir þeim kringumstæðum sem hægt hefur verið að koma þjóðinni í.

Hvers vegna í ósköpunum hefur verðtrygging ekki verið tekin úr sambandi við þær efnahagslegu aðstæður sem fyrirliggjandi eru ?

Hvers vegna kom ekki fyrst niðurskurður og samdráttur í ríkisþjónustu hvers konar áður en skattahækkanir á almenning í landinu var til umræðu hvað þá framkvæmda ?

Ráðstafanir stjórnvalda eru ótrúlegar og varla til þess fallnar að byggja upp frjálst markaðssamfélag, úr rústum mistaka fyrri ára nema síður sé.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mikið rétt hja´þér.

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband