Óstjórn fiskveiða í Evrópusambandinu og óstjórn fiskveiða á Íslandi.

Ráðherrar í Brussel hafa komist að því að miðstýringin væri of mikil í stjórn sambandsins á fiskveiðum og að skilja má, þá sé það ástæðan fyrir ofveiði og brottkasti. Það skorti nálægð við ákvarðanatöku um mál.

Vekur upp ýmsar spurningar um sambandið almennt.

En hvað með okkur Íslendinga, höfum við ekki gengið alveg hinum megin út á öfgaganginn í þessu málaflokki, varðandi það að fela útgerðaraðilum sjálfum vald í hendur og með hvaða árangri ?

Alltént ekki uppbyggingu fiskistofna, fremur en uppbyggingu atvinnu í landinu, heldur þvert á móti, og hefur þjóðin verið sniðgengin við aðkomu að fiskveiðum við nýlíðun í íslenska kerfinu og framkvæmd þess.

Það má því segja að það sé annað hvort í ökkla eða eyra, hér eða í Evrópusambandinu.

kv.Guðrún María. 

 

 

 


mbl.is Sammála um að breyta fiskveiðireglunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband