Að virkja lýðræðið í landinu.

Umræðan um persónukjör hefur skilað sér til almennings og að hluta orðið til þess að útstrikanir hafa haft meiri áhrif nú en áður og er það vel.

Það var hins vegar fróðlegt að fylgjast með því í haust þegar útifundir hófust eftir hrunið hér á landi að þá og þegar hófu menn flokkun á ræðumönnum á fundina og ekki fengu allir að komast að sem vildu tjá sig, sem er mjög einkennilegt vilji menn vegu lýðræðis sem mesta.

Sama gerðist einnig síðar hjá annarri hreyfingu fólks sem stóð fyrir opnum fundum að einum manni var visað á dyr, þaðan, Ástþóri Magnússyni.

Þetta er að vissu leyti mjög sérkennilegt því þeir sem tala fyrir lýðræði munu hljóta að þurfa að una því einnig, þar sem öllum röddum er gert jafn hátt undir höfði, og enginn einn er þar undanskilinn.

Eina þáttaka mín í útifundi á Austurvelli var sú að mótmæla þöggun almennt í þjóðfélaginu, um hin ýmsu mál, með táknrænum hætti, en ekki fann ég mig knúna til þess að berja potta við hrun þjóðfélagsins, fannst og finnst enn að slíkt sé frekar máttlaust til þess að breyta einhverju.

Það þarf að virkja almenning til þess að taka þátt i ákvarðanatöku um eigin mál, hvarvetna, þar sem lýðræðislegur meirihluti manna kemur að málum, í stjórnmálaflokkum, í fyrirtækjunum, í verkalýðsfélögum og í lífeyrissjóðum landsmanna.

Til þess þarf að breyta stöðnuðu kosningakerfi, og fjármálaeyðslu flokka fyrir kosningar til þings.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband