Forsjárhyggja ungra jafnaðarmanna, einungis í þágu flokkshagsmuna.

Það kann aldrei góðri lukku að stýra þegar menn hoppa fram úr sjálfum sér til þess að þjóna stefnumálum stjórnmálaflokka, hvaða nafni sem flokkur sá nefnist.

Vilji þjóðin ekki ganga til viðræðna um Evrópusamstarf, þá á þjóðin að fá að kjósa um það en jafnaðarmenn hafa ekki nokkurn skapaðan hlut frætt eða rætt einstaka þætti aðildar að sambandsríki þessu sem heitið geti, en koma nú og fullyrða um afstöðu þjóðarinnar.

Þetta er afar ólýðræðislegt og vitnisburður um forsjárhyggjutilburði, sem þjóðin hefur fengið nægilega mikið magn af undanfarna áratúgi hér á landi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skylt að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Stefán Halldórsson

SF var held ég búin að svara þessu með 2 atkvæðagreiðslur.
Sko ef það er fellt td.33% með og 67% á móti þá fá þeir sem eru með ekki að vita hverju þeir misstu af. Lýðræðið virkar bara í eina átt hjá SF. Við verðum bara að læra að lifa með því er það ekki.

Ragnar Stefán Halldórsson, 29.4.2009 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband