Einn var að smíða ausutetur, annar hjá honum sat, þriðji kom og bætti um betur og boraði á hana gat...

Sú er þetta ritar hefur all nokkra yfirsýn yfir sögu þessa flokks frá upphafi, sem einkum einkennist af innbyrðis valdatogstreitu annars vegar og óhóflegu flokksræði hins vegar, þar sem fáir sem haldið hafa um valdatauma hafa ekki verið þess umkomnir að meðtaka gagnrýni á nokkurn skapaðan hlut, varðandi innra starf flokksins.

Fyrstu, aðrar og þriðju kosningar sem flokkurinn gekk gegnum, var að loknum kosningum deilumál uppi um stöðu framkvæmdastjóra, í öllum tilvikum sem blaðamál, sem teljast verður einstakur klaufaskapur af hálfu sitjandi formanna flokks.

Lítill flokkur með fjóra menn, sem tapar frá sér einum þingmanni sem yfirgefur flokkinn, er einum manni of mikið.

Flokkur með fjóra menn sem tapar síðan frá sér tveimur þingmönnum næsta kjörtímabil, missir trúverðugleika um leið.

Flokkur sem ekki þolir það að menn bjóði sig fram í embætti, án þess að flokksforysta beiti sér gegn þeim hinum sömu, þolir ekki lýðræðið og þarf að endurmeta aðferðafræði all nokkuð.

Ég var formaður kjördæmafélags flokksins í stærsta kjördæmi landsins frá 2007 - 2009, en sat á framboðslista 2003, og var kosningastjóri þá er kjördæmið fékk þingmann kjörinn.

Ég ákvað að bjóða mig fram til formanns 2009, og viti menn, félagar mínir og samstarfsmenn söfnuðu liði til þess að henda mér út úr félaginu sem formanni og stjórnarmanni, að virtist vegna þess að ég nýtti minn rétt sem flokksmaður til framboðs.

Ritari flokksins var með dylgjur um mig á mína bloggsíðu og fleira og fleira þar sem ég mætti sem andstöðu við það eitt að bjóða mig fram til embætta.

Síðar frétti ég af miðstjórnarfundi að menn hefðu hreykt sér af því að henda út formannskandídatnum. Sama fólk og ég barðist með í kosningabaráttu 2007, til dæmis nýjum ritara sem vissi þá afar lítið um flokkinn og ég aðstoðaði á alla lund í því efni.

Til að bíta hausinn af skömminni var mér síðan hent út af framboðslista eftir að sérstaklega hafði verið óskað eftir þvi við mig af þingmanni að ég tæki þriðja sæti á framboðslista í Suðurkjördæmi en Facebooksíðustuðningur við Jón Magnússon í hans prófkjöri, var talinn ástæða þess að ég viki á brott, þótt áður hefði verið tilkynnt um framboð þetta.

Ég gæti sagt margt fleira en læt þetta nægja.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Miðstjórn Frjálslynda flokksins kölluð saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Helga Björnsdóttir

bitur?

Hólmfríður Helga Björnsdóttir, 28.4.2009 kl. 02:21

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Nei sannarlega ekki.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.4.2009 kl. 02:30

3 Smámynd: Rannveig H

Góð fyrirsögn og lýsandi fyrir þetta ástand.

Rannveig H, 28.4.2009 kl. 08:23

4 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður er þetta rétt lýsing hjá þér að því er ég þekki til. Mér finnst það með ólíkindum að sjálftökufólkið Kolbrún Stefánsdóttir og Helgi Helgason sem stóðu að aðförinni gegn þér skuli hafa hælt sér af svikseminni. En það var þetta fólk sem Guðjón Arnar réð til starfa fyrir flokkinn og mátti ekki hrófla við þó það gerði aldrei neitt annað en þiggja launin sín.

Það er síðan með ólíkindum að þetta sómafólk sem eftir situr í Frjálslynda flokknum skuli hafa veist að þér eins og þú lýsir því. Enga þekki ég sem vann af jafn miklum heilindum og ósérhlífni fyrir Frjálslynda flokkinn eins og þig. Mér fannst það aðdáunarvert.

Það er svo dæmi um hvaða sómamenn þetta eru að þeir skuli hafa ákveðið að víkja þér af framboðslista flokksins vegna heillaóska til mín á fésbókinni. Ég veit ekki annað en fólk sé að gera það hægri vinstri milli flokka. Það er nú einu sinni þannig að vinátta fer ekki alltaf eftir flokkslit og mér finnst gott að fá að vera vinur þinn vegna þess að mér hefur þann tíma sem við vorum í Frjálslynda floknum fundist þú vera heilsteypt, ósérhlífin, dugleg og heiðarleg. Flokkurinn stæði öðru vísi nú hefðu þessir eiginleikar verið ráðandi hjá forustu flokksins.

Jón Magnússon, 28.4.2009 kl. 17:07

5 identicon

Ertu nú dottin í snákapittinn hans Jóns, ágæta Guðrún. Svona hefur þetta alltaf verið og hægt að rekja sig áfram á netinu yfir ósannindunum frá fólki sem umgengst Jón Magnússon og Ásgerði Jónu. Kannastu við frasa eins og "raddir segja.." og "það eru allir að tala um.." Ákaflega ódýrt að segjast hafa frétt eitthvað af miðstjórnarfundi. Ég held að Hólmfríður hafi hitt naglann á höfuðið. Þér ætti nú að vera nær að tala um sviksemi Jón. Sveikst fólk sem stóð með þér, sveikst það allt og hljópst á brott í Sjálfstæðisflokkinn! Það var góð lýsing á ferli þínum í pólitík sem ég fékk frá gömlum félaga þínum úr Sjálfstæðisflokknum, Jón Magnússon. Hún var þannig. Getur "fokkað upp heilu húsfélagi með aðra höndina bunda aftur fyrir bak." Tek undir með Guðrúnu Maríu: Læt þetta nægja í bili.

Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 20:38

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Rannveig.

Sæll Jón ,

og takk fyrir góð orð í minn garð.

Það er mikið rétt að vinátta fer ekki eftir flokkslit enda væri illa komið fyrir okkur ef svo væri.

góð kveðja.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.4.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband