Jæja Guðjón, er það ?

Hafandi haft all nokkuð mikla yfirsýn yfir málefni Frjálslynda flokksins,  sem einstaklingur í starfi hans, nokkuð lengi þá verður að segjast eins og er að það er afar ódýrt að kenna öðrum um allt sem vanhaga fer, hvort sem þar er um að ræða flótta þingmanna,ellegar flóttamannabúðir þeirra er tapað hafa í prófkjörum annarra flokka, og hampað hefur verið sem sigurvegurum af hálfu Frjálslynda flokksins og settir efstir á lista flokksins.

Vandamál Frjálslynda flokksins liggja í innra skipulagi flokksins og uppbyggingarstarfi þar sem nota þarf og nýta þann mannskap sem unnið hefur og vill vinna, með virðingu fyrir því hinu sama.

Á það hefur skort , því miður og vilji til umbóta lítill, og alls konar illindi og erjur daglegt brauð á kostnað þess að hin góðu réttætismál hafa ekki náð sjónum almennings á meðan.

Ég sendi formanni og þingmönnum flokksins bréf á haustdögum þegar mér ofbauð, rétt einu sinni enn illindagangurinn og set það hér inn.

"

Til kjörinna þingmanna og forystu Frjálslynda flokksins.

Stjórnmálamenn, þar með talið sitjandi þingmenn ávinna sér ekki traust með því að deila hver við annan í fjölmiðlum um innri mál flokka.

Við slíkt verður ekki unað lengur hver sem á í hlut.

Séu þeir hinir sömu ekki þess umkomnir að leysa innbyrðis deilumál, undir formerkjum lýðræðisaðferða, þá munu þeir ekki standa undir nafni, sem þingmenn eins flokks eða frambjóðendur sem fulltrúar fólksins og skyldu víkja fyrir sínum varamönnum, uns tekist hefur að sætta sjónarmið til grundvallar samvinnu.

Stjórnkerfi stjórnmálaflokka, formaður, varaformaður, framkvæmdastjórn, þarf að vera í góðu sambandi við fólk í hinum ýmsu félögum eins flokks, með skilvirku skipulagi þar að lútandi, þannig að ef upp kemur eitthvað mál sem ósætti er um, skyldu þeir hinir sömu hafa frumkvæði að lausn deilumála hvers konar.

Jafnframt þarf forysta flokksins að hafa frumkvæði að því að byggja upp innra starf í flokknum sem í öðrum stjórnmálaflokkum er alla jafna verkefni varaformanna flokka. Þar þarf að vera til markvisst skipulag fram í tímann, þar sem unnið er ákveðnum skrefum fram á við eftir efnum og ástæðum alls staðar á landinu, með fundahaldi og stjórnarfundum í félögum.

Allt slíkt skipulag fram í tímann kemur í veg fyrir það að hinn almenni flokksmaður kvarti í sífellu yfir að ekkert sé að gerast í flokknum.

Deilur og erjur.

Því miður tel ég að gulrót núverandi deilna í flokki okkar megi rekja til sáningar í formi loforðs um framkvæmdastjórastöðu flokksins af hálfu formanns til handa þingmanns fyrri kjörtímabils, sem engum var kunnugt um fyrr en eftir kosningar.

Fyrir það fyrsta er það illa ígrundað að gefa slík loforð þótt munnlega sé, og í öðru lagi jafn illa ígrundað að ætla að slíkt geti gengið eftir á slíkum forsendum af hálfu þess sem tók slíkt loforð í sín eyru án vitneskju annarra.

Þessi sama gulrót deilna sem grasserað hefur sem alls konar söguspuni um forystuna í langan tíma, virðist nú hafa sameinast í einum hrærigrauti þar sem deilur tveggja þingmanna , og hluta miðstjórnar innbyrðis blandast saman.

Þvílík og önnur eins endaleysa á sér vart fordæmi, og er til háborinnar skammar öllum hlutaðeigandi fyrir einn flokk, engum til trúverðugleika út í frá og skyldi lokið eins og skot.

Ég veit það nú þegar að ég tala fyrir munn margra í flokknum með þessum orðum mínum þess efnis að deilur verði settar niður með öllu því móti sem verða má, og þurfi þar einhver að brjóta odd af oflæti sínu til sátta þá vil ég benda á það að slíkt er einungis til virðingarauka til framtíðar.

Guðrún María Óskarsdóttir. "

þannig var það.

kv.Guðrún María.

 

 

 


mbl.is Ná fólki frá okkur með mútum eða öðru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Má ekki búast við deilum og illindum þar sem margir öfgamenn koma saman?

Hilmar Gunnlaugsson, 31.3.2009 kl. 02:15

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Kæra Guðrún María, ég vona að bréf þitt muni heyra sögunni til. Mörg mistökin hafa verið gerð og er ég ekki undanskilin í þeim efnum. Núna verðum við að horfa til framtíðar og berjast-saman.

Gunnar Skúli Ármannsson, 31.3.2009 kl. 22:54

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Hilmar.

Ég tel að jafn auðvelt sé að áskapa deilur, þegar enginn hefur áhuga á því að taka af skarið.

Sæll Gunnar Skúli.

Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt.... sagði skáldið Einar Ben.

Bréf mitt í september síðastliðinn, var mín persónulega tilraun til þess að draga fram það sem, mín vitneskja um mál, gaf mér tilefni til þess að álykta út frá, og draga að niðurstöðum.

Augnablik, berjast saman segir þú, ég verð nú að játa að í því efni er ég í afar skringilegri stöðu þess að bíða eftir því, Suðurkjördæmi tilkynni opinberlega breytingar sem þegar hafa verið gerðar, þar sem ég er tekin út og annar settur inn.

sbr eftirfarandi.

"

Sæl Guðrún María.  Nú hefur stjórn Kjördæmafélags Suðurkjördæmis fjallað um þau leiðindi sem hafa verið í gangi vegna stuðningslýsingar þinnar við Jón Magnússon á vefnum. Eins og þér mátti skiljast í gær, er við þig var talað í síma af fundinum og mér fyrr um daginn, voru ekki allir á eitt sáttir. Eftir viðræður við þig þá var samþykkt að gera breytingu á uppröðun listans, þannig að skipt væri um frambjóðanda í þriðja sæti, þú tekin útaf og inn settur Kristinn Guðmundsson er sóttist eftir öðru sæti listans og laut þar lægra haldi, en sat í sjötta sæti fyrir síðustu alþingiskosningar. Pólitíkin getur verið afar snúin og stormasöm og smávægileg mistök haft leiðar afleiðingar.  Vona ég að þessi breyting sé þér ekki á móti skapi eins og mál þróuðust þrátt fyrir viðleitni stjórnar að á annan veg færi. Þessi niðurstaða tekur gildi 12. mars 2009.

Kveðja,
Guðmundur Óskar Hermannsson
Kóngsvegi 1, Laugarvatni "

býð eftir að menn tilkynni breytingarnar of hef beðið frá 12.mars.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.4.2009 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband