Frelsi einstaklingsins við fiskveiðar á Íslandi, hefur verið fótum troðið.

Það er engin tilviljun að við Íslendingar skyldum þurfa að fá niðurstöðu frá nefnd Sameinuðu þjóðanna þess efnis að atvinnufrelsi væri hamlað í kvótakerfi fiskveiða hér við land.

Kvótakerfið er sorgarsaga frá upphafi til enda að mínu viti og með ólíkindum að við Íslendingar skulum hafa látið yfir okkur ganga eins mikið óréttlæti í einhverju einu samfélagslegu máli og þar hefur átt sér stað.

Mönnum mátti ljóst vera að það gengi ekki lengi að gera óveiddan fisk úr sjó að braskvöru með öllum þeim óvissuþáttum sem fiskveiðar innihalda með arðssemiskröfum af ágóða úr braski sem þessu. Það atriði að fjármálastofnanir skyldu hafa tekið óveiddan fisk gilt sem veð er og verður hneyksli.

Hrikaleg þjóðhagsleg verðmætasóun hefur fylgt þessu skipulagi mála, og í dag sitja Íslendingar upp með stórskuldsettan atvinnuveg þar sem að öllum líkindum þarf að sópa svo og svo miklum upphæðum undir teppið ef halda skal áfram á sömu braut.

Endurskipulagning er forsenda framþróunar hvers konar.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband