Við Íslendingar munum standa sjóinn, gegnum öldurót ævintýramennskunnar.

Við þurfum ekki gamla stjórnmálamenn til þess að segja okkur að við séum betlarar hér á Íslandi, og sökum þess skulum við ganga í efnahagsbandalög annarra þjóða.

Því fer svo fjarri.

Þar er á ferð pólítiskur áróður, eins og svo oft.

Við MUNUM,

vinna okkur út úr þeim vanda sem við okkur blasir, en allt veltur á því hvað sitjandi stjórnvöld hafa fram að færa í formi hugmynda um nýsköpun og endurskipulagningu kerfa þeirra sem valdið hafa því ástandi sem oss hefur nú verið fært í fang.

Þar kunna flokkar að þurfa að rifa segl, frá sínum sjónarmiðum og endurskoða atriði svo sem stefnu í sjávarútvegi hér á landi, þar sem nýrrar aðkomu er þörf, með aðgengi að atvinnu við þá hina sömu aldagömlu atvinnugrein.

Þótt sú hin sama endurskoðun kunni að þýða að menn þurfi að taka mið af stefnu stjórnarandstöðuflokka þá´ætti það eitt einungis að teljast merki um heilbrigð viðhorf til framtíðar litið fyrir land og þjóð.

Þeir fiska sem róa, og við þurfum sannarlega að róa öllum árum gegnum það öldurót sem ævintýramennska hefur fært okkur í fang hér á landi í formi einkavæðingar fjármálafyrirækja hefur áskapað til handa litlu þjóðfélagi.

Við skulum hins vegar sannarlega reyna að læra af reynslunni, því reynslan kennir umfram allt annað.

Óska öllum landsmönnum gleðilegra hátíðarhalda um áramót og farið varlega með flugeldana.

Guðrún María Óskarsdóttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband