Stór stund í sögu íslenskrar knattspyrnu.

Ég fylltist stolti að horfa á íslenska kvennalandsliðið vinna sigur í kvöld, þar sem þetta afrek er að vinna okkur enn einn áfangann á sviði íþrótta sem þjóð á meðal þjóða.

Það tel ég mig vita fyrir víst að þessar knattspyrnukonur hafa sannarlega sáð fyrir því sem þær eru nú að uppskera og baráttan við að stunda þessa íþrótt hér verið mikil.

Óska þeim og þjóðinni innilega til hamingju.

kv.gmaria.


mbl.is Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir EM kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þær voru rosalega góðar stelpurnar og sýnir bara hvað jákvætt hugarfar getur áorkað miklu, þær ákváðu að láta ekki slæmt ástand vallarins fara neitt í taugarnar á sér heldur að gera það besta úr aðstæðum þetta var alveg öfugt með þær Írsku þær létu aðstæður fara í taugarnar á sér og voru neikvæðar út í allt og alla vil ég meina að þetta hugarfar Íslensku stelpnanna hafi gert gæfumuninn og þær voru líka einfaldlega miklu betri.

Jóhann Elíasson, 31.10.2008 kl. 06:41

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jóhann.

Þær voru betra liðið á vellinum, það var greinilegt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.11.2008 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband