Mun Framsóknarflokkurinn axla ábyrgð mistaka á mistaka ofan í fiskveiðistjórninni ?

Uppbygging þorskstofnsins við Ísland hefur mistekist en markmið kvótakerfis sjávarútvegs voru upphaflega þau að byggja upp verðmesta stofninn við Ísland sem er þorskurinn. Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins Halldór Ásgrimsson var ráðherra sjávarútvegs við upptöku þessa kerfis og oft nefndur Guðfaðir kvótakerfisins. Framsóknarflokkurinn undir forystu nýs formanns virðist allt í einu hafa tekið upp á því að axla mistök sem er ný tegund af axlaböndum þar á bæ, það verður að segjast eins og er. Spurningin er ´því sú MUN flokkurinn axla ábyrgð á árangursleysi núverandi kerfi sjávarútvegs svo ekki sé minnst á allar þær þjóðhagslegu afleiðingar þessa kerfis sem kvótabrasktilstandið olli til handa íslenzkri þjóð síðar og ekki fennir enn í spor yfir ? Ötull talsmaður flokksins hér á blogginu Björn Ingi er varla í vandræðum með það að tjá sig um þau mál ef ég þekki hann rétt.

 kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband