Hrávinnsla og útflutningsverðmæti einnar þjóðar.

Þegar svo er komið að Íslendingum finnst nóg um það að kaupa sér ýsu í soðið vegna þess hvað kílóið kostar mikið, er þá ekki verið að flytja út ferskan fisk til fullvinnslu erlendis ?

Hvers vegna í ósköpunum fullvinnum við ekki okkar afurðir hér innanlands og seljum þær utan sem fullunna vöru í ríkara mæli en verið hefur ?

Hvers vegna hefur ekki verið hægt að aðskilja veiðar og vinnslu í kvótakerfinu álíka því og nú er verið að gera varðandi orkumálin að mér skilst þar sem forsendur eru jú aðkoma manna að möguleikum til nýtingar verðmæta og jöfn samkeppnisskilyrði ?

Hvers vegna erum við ekki að flytja út lifrænar landbúnaðarafurðir eins og Finnar sem eru þó norðar á breiddargráðu en við ?

Það vantar ekki ræktað land til framleiðslu hér á landi , það bíður eftir okkur án þess að hafa verið notað og nýtt um tíma.

kv.gmaria.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gmaría það væri fróðlegt að fá svör við þessum spurningum þínu.  Af hverju er þetta svona ?  Og af hverju má engu breyta, eða hugsa upp á nýtt.  Það skyldi þó ekki vera að þar væri verið að hugsa um einhverja einstaka sem eru í náðinni, á kostnað þjóðarinnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2008 kl. 09:21

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 29.7.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband