Veiðireynsla Íslendinga á Íslandsmiðum.

Kvótakerfi sjávarútvegs var upphaflega sett á fót með þeim formerkjum að til grundvallar var lögð þriggja ára veiðireynsla þáverandi útgerðaraðila og viðkomandi festar heimildir í formi þeirrar hinnar sömu veiðireynslu. Síðar var það lögleitt inn í þetta sama kerfi að heimilt var að framselja og leigja þessar heimildir millum aðila fram og til baka landið þvert og endilangt.

Þetta var útskýrt sem hagræðing í greininni, sem þó er hjákátleg  útskýring með tilliti til þess að millifærsla aflaheimilda frá einum stað til annars þýddi enga gjaldtöku til handa tilfærsluaðilanum þótt eitt stykki sjávarþorp hryndi á einni nóttu atvinnulega og verðlaus verðmæti stæðu eftir. Því til viðbótar gleymdist það einnig að þjóðhagslega myndi tilfærsla íbúa til atvinnu annars staðar einnig kosta peninga við uppbyggingu þjónustu en þjónustuuppbyggingunni í sjávarþorpinu var einnig hent á glæ með fyrirkomulagi þessu.

Ég hef kallað lögleiðingu þessa mestu mistök af hálfu meirihluta Alþingis alla síðustu öld og eftir því sem tímar líða munu menn eygja þá staðreynd að ég tel æ betur. Til þess að hægt sé að koma í veg fyrir frekari mistök þarf fyrir það fyrsta að viðurkenna þau og skoða betri aðferðir sem duga til framtíðar.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband