Frjálslyndi flokkurinn ţorir ađ rćđa mál sem varđa fólkiđ í landinu.

Ţađ var engin tilviljun ađ Frjálslyndi flokkurinn tvöfaldađi ţingmannafjölda sinn í síđustu kosningum.

Hann rćddi mál sem varđađi fólkiđ í landinu, og barđist fyrir tilveru byggđanna allt í kring um landiđ međ áherslu á breytingar á kerfi sjávarútvegs.

Frjálslyndi flokkurinn ţorir einnig ađ rćđa málefni innflytjenda hér á landi og ţađ hefur sýnt sig og sannađ ađ ţar hafa hinir flokkarnir hvort sem eru ţeir er standa viđ stjórnvölinn eđa ađrir flokkar í stjórnarandstöđu, ţví miđur ekki stađiđ sig í ţví efni.

Frjálslyndi flokkurinn hefur einnig sett á oddinn tekjutengingaadellu ţá sem gert hefur skattkerfiđ ađ skrípaleik einum í mörg herrans ár og veriđ ţess valdandi ađ auka vanda ţeirra sem minna mega sín fremur en ađ leiđrétta til jöfnunar.

Viđ höfum gefiđ út ýtarlega Málefnahandbók ţar sem stefna flokksins er sýnileg og sjá má á vef flokksins en ţví til viđbótar erum viđ ađ rćđa viđ fólkiđ í landinu og heyra hvađ ţađ hefur ađ segja um mál öll fyrir komandi ţingkosningar.

 

kv.

gmaria. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband