Lestarsamgöngur eins og skot á Íslandi, frá Reykjavík til Suðurnesja.

Nú þegar þarf að hefjast handa um að byggja upp lestarsamgöngur á Reykjanesskaganum sem nýst gætu millum bæjarfélaganna Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Keflavík.

Það þarf ekki einu sinni sérfræðing til þess að sjá að þessar samgöngur væri hægt að nota og nýta meiri hluta árs hér á landi aðeins spurning um að hefjast handa og koma því hinu sama á koppinn.

Við gætum ekki aðeins sparað gífurlega fjármuni við gatnagerð heldur einnig minnkað útblástursmengun og svifryksmengun samgönguæða millum fjölbýlisstaða en svifryksmengun er nú þegar heilbrigðisvandamál.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Enn í nefnd Hanna Birna að ég best veit, en knýja þarf á um skoðun þess hins sama.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.6.2008 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband