Ráðlaus ríkisstjórn sem lætur reka á reiðanum breytir litlu um efnahagsmál þjóðarinnar.

Það kann ekki góðri lukku að stýra að ráðherrar sömu ríkisstjórnar tali sitt í hvora áttina líkt og gerst hefur í ríkisstjórn þeirri sem nú situr við völd í landinu. Einn talar fyrir Evrópusambandsaðild annar á móti henni sitt á hvað.

Það skyldi þó aldrei vera að þetta ábyrgðarlausa hjal ráðherra um Evru hefði að hluta til átt þátt í því að veikja krónuna ?

Eigi að síður er ekkert að finna í stjórnarsáttmála varðandi það atriði að hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusamband á kjörtímabilinu.

Ákvarðanataka ráðamanna hér innanlands varðandi hvers konar ráðstafandir til handa landi og þjóð hefur illa eða ekki verið sýnileg utan tveggja ráðuneyta hugsanlega.

Meira og minna hafa ráðherrar þessarar rikisstjórnar verið á flakki í útlöndum hver um annan þveran frá því því skrifað var undir stjórnarsáttmálann fyrir rúmu ári, og  þrátt fyrir síversnandi efnahagsástand hér heima, hefur ekkert litið dagsins ljós varðandi skattkerfisbreytingar til handa almenningi í landinu.

Ríkissjóður er rekin á núlli meðan heimilin í landinu fara á hausinn vegna þess að stöðugleiki sá sem fólki hafði verið talin trú um að yrði fyrir hendi, fór veg allrar veraldar.

Lágmarksviðbrögð ríkisstjórnar í landinu ættu að vera þau að taka á sig hluta þeirra áfalla sem nú dynja á almenningi í formi vaxtahækkana og verðlagsþróunar að mínu viti.

Styrk stjórn á tímum efnahagsþrenginga skiptir máli hvað varðar traust, en slík viðbrögð hafa ekki verið sýnileg, því miður.

kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband