Umræða á Alþingi Íslendinga í dag um brot á mannréttindum í kvótakerfi sjávarútvegs.

Svo virðist sem þingfréttaritarar fjölmiðlanna hafi ekki verið viðstaddir þingumræður í dag , því ekkert var fjallað um miklar umræður um þingsályktunartillögu Frjálslyndra og Vinstri Grænna, þess efnis að Íslendingum beri að hlíta niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem kveður á um það að núverandi stjórnkerfi fiskveiða í landinu mismuni þegnunum og því skuli breyta til umbóta í því efni.

Stjórnarþingmennirnir Karl V. Matthiasson og Ellert B Scram ásamt Sigurði Kára Kristjánssyni, voru meðal þáttakenda i umræðunni ásamt flutningsmönnum tillögunnar.

Karl kvað ráðherra sjávarútvegsmála vera uppi í ráðuneyti að vinna að þessum málum og þess vegna ekki á þinginu til svara. Afar fróðlegt.

Sjaldan eða aldrei hefi ég séð Ellert hafa eins erfiða málsvörn að verja og tala um ágæti fiskveiðistjórnunar við landið að einhverju leyti , þvert á flest allt er viðkomandi þingmaður hefur barist fyrir í áraraðir.

Siv Friðleifsdóttir tók þátt í umræðunni en virtist því miður að hluta til í því hlutverki að drepa ábyrgð eigin flokks á dreif með því að gera aukaatriði að aðalatriðum.

Eigi að síður lýsti hún þeirri skoðun sinni að nauðsyn breytinga á kerfinu væri fyrir dyrum.

Það  höfum við í Frjálslynda flokknum vitað þrjú kjörtímabil í þingsögu Íslendinga og sífellt haft uppi ábendingar um breytingar í átt til þess sem Mannréttindanefndin óskar að við gerum.

Því skyldi haldið til haga.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður virðast sjávarútvegsmálin ekki vera "in" hjá fjölmiðlum í dag og því er basta ekki fjallað um þau.  Með öðrum orðum er þetta efni ekki líklegt til vinsælda en einnig læðist að manni sá grunur að fjölmiðlafólk fái "ordrur" um hvað eigi að fá umfjöllun og hvað ekki.

Jóhann Elíasson, 30.4.2008 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband