Konur og karlar þurfa að vinna saman í einu samfélagi.

Það er með ólíkindum hvernig tekist hefur að etja sjálfsagðri baráttu kvenna fyrir jafnstöðu launalega á vinnumarkaði í forarað alls konar deilna og erja millum kynja hér á landi þar sem annað hvort vol eða væl, öfgar eða hótanir eru aðferðafræðin.

Konur eiga ekki að njóta einhvera sérréttinda umfram karlmenn bara af því þær eru konur og vice versa.

Karlmenn skyldu aldrei beita konur ofríki í formi kúgunar ellagar valdbeitingar í krafti yfirburða hvers konar líkamlega eða andlega.

Kynin bera sameiginlega ábyrgð á börnum sínum og sú hin sama ábyrgð skyldi aldrei birtast börnunum í formi opinberlegra deilna og erja millum kynja í áraraðir eins og verið hefur hér á landi í of langan tíma að mínu viti.

Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er ekkert stórmál meðan konur inna enn af hendi umönnnunarstörf á vinnumarkaði fyrir lúsarlaun og fjölgun þeirra í þeim hinum sömu stöðum mun ekki breyta því hinu sama , heldur þarf til að koma viðhorfsbreyting gagnvart mati starfa til handa einu samfélagi og gildi þeirra.

Þá fyrst þegar hið opinbera þ.e ríki og sveitarfélög viðurkenna stöðu sína sem vinnuveitendur með þáttöku á almennum vinnumarkaði í þjónustu sinni með samkeppni um vinnuafl á markaði launalega , með þjónustuhlutverk til framtíðar, kann hugsanlega eitthvað að breytast.

Félög launamanna þar sem konur eru stór hluti gegna lykilhlutverki í þessu sambandi í samningum á vinnumarkaði um kaup og kjör.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Það er svakalegt að árið 2008 skuli vera múr á milli konu og karla hvað varðar laun fyrir sömu vinnu. Líka það að konur skuli ekki vera í stjórnum  stærri fyrirtækja eins og karlar þetta á ekki að þekkjast á 21 öldinni.Kv.kokkurinn

Guðjón H Finnbogason, 31.1.2008 kl. 13:34

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Guðrún María,

mikið er ég þér sammála. Ég hef aldrei skilið skammsýni, sennilega karla, að skammta konum svo lítil laun sem raun ber vitni. Ef konan mín hefði haft góð laun alla tíð hefði mitt hlutskipti orðið mun betra. Þess í stað er ég gerður út eins og einhver aflakló í stað þess að vera heima hjá börnunum mínum og njóta þess besta sem tilveran hefur upp á að bjóða. Því þrái ég að svokölluð láglaunastörf heyri sögunni til-börnin mín líka. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 31.1.2008 kl. 18:05

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála ykkur öllum . kv .

Georg Eiður Arnarson, 31.1.2008 kl. 23:27

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sælir.

Verkalýðsfélögin hafa það í hendi sér að taka á mismunun launalega innan sinna vébanda.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.2.2008 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband