Stjórnvöld hafa látið reka á reiðanum í húsnæðismálum frá því Verkamannakerfið var aflagt.

Það er fyrir löngu síðan ljóst að hluti fullvinnandi fólks hér á landi hefur ekki efni á því að festa kaup á eignarhúsnæði hvað þá að leigja á almennum leigumarkaði, og nákvæmlega ekki nokkur skapaður hlutur hefur þokast í mörg herrans ár varðandi einhvers konar umbreytingu á þessu ástandi. Biðlistar hafa því hrannast upp hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæði eftir leigu á félagslegum íbúðum meðan húsnæði sem byggt var úti á landi til slíkra nota hefur aftur staðið autt og orðið baggi á sveitarfélögunum þar sem byggt var umfram þörf ellegar atvinna fluttist sjálfkrafa milli staða á einni nóttu. Nú er komin nefnd að sjá má í fréttum með ASÍ og BSRB og Samtökum Atvinnulífsins innanborðs sem ég verð að segja fyrir mig að ég sé ekki alveg hvers vegna eiga endilega að sitja í slíkri nefnd, því umsamin laun millum félaganna og atvinnurekenda á vinnumarkaði þ.e. launataxtarnir hafa ekki dugað til framfærslu hvað þá kaupa á húsnæði. Ég ætla að vona það innilega að ekki standi til að fara að prjóna saman eitthvað tilstand millum kjarasamningagerðar sem nú er fyrir dyrum, annars vegar og félagslegum úrræðum stjórnvalda á hverjum tíma hins vegar.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband