Bakkusarljóð.

Hve mörg eru tárin sem taumlaust fljóta,

er tilvera Bakkusar tekur öll völd.

Hve mörg eru árin sem orðalaust þjóta,

á bak við hans ógnþrungnu gluggatjöld.

 

Þola og þola en þola samt ekki,

þolgæði endalaust ástin hún knýr.

Brotna loks sundur þeir þolgæðishlekkir,

er rökhyggjan kalda að manninum snýr.

 

Brynja sig staðfestu brynja sig veldi,

búast við Bakkusi í bardagahug.

Bjóða honum verustað annan að kveldi,

vísa honum burtu ráðum og dug.

 

Horfa út í tómið í hugsanaflaumi

hafa átt en tapað því Bakkus er til.

Fegurð og góðmennsku finna í draumi

fallvöld er gæfa við Bakkusaryl.

 

Bakkusarylur er Bakkusarhylur,

Bakkus er gleði og Bakkus er sorg.

Bakkus er skaðvaldur, barnið þitt skilur

ef býrðu að staðaldri við Bakkusartorg.

( úr skúffunni frá 1997 )

GMÓ.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

VÁ hvað þetta er flott ljóð!!  Algjörlega meirháttar! Ég er með gæsahúð!

Ester Júlía, 30.6.2007 kl. 01:13

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það.

Það er svona þegar Bakkus hefur verið eins og grár köttur allt hringinn í kring um mann lengi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.6.2007 kl. 01:38

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þekki það, það er skelfilegt. Flott ort Guðrún.

Hallgrímur Guðmundsson, 30.6.2007 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband