Tugþúsundkróna sekt og ökuleyfissvipting fyrir vitleysinga.

Það er alveg merkilegt að menn skuli virkilega taka þá áhættu að keyra eins og vitleysingar langt yfir hraðatakmörkum. Ég var á leiðinni austur yfir Hellisheiði um daginn og ók um tíma með þremur mótorhjólamönnum og þannig var að tveir voru á eftir mér en einn á undan, allir á löglegum hraða og til fyrirmyndar. Um tíma leið mér eins og þjóðhöfðingja á ferðalagi með virðulega mótorhjólafylgd.

Þá hvín allt í einu við og tvö önnur mótorhjól þjóta framúr þremur mótorhjólum og einum bíl á að minnsta kosti 130 kílometra hraða. Hvílíkir vitleysingar og ég hugsaði eins og stundum áður þegar bílar hafa svínað framúr á ofsahraða á þessum slóðum, verst að hafa ekki beina númerið hjá löggunni á Selfossi til að láta vita af þessum delum.

Reyndar verð ég að segja að mér finnst ástand hafa skánað hvað hraðakstur almennt varðar en því miður skera sig úr hin einstöku atvik algörlega óásættanlegs glæfraaksturs.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband